Ajax hefur eins og flest lið í Evrópuboltanum spilað án sinna dyggu stuðningsmanna á þessari leiktíð og vildu þeir borga til baka til þeirra.
Þeir hafa brotið hollenska meistaratitilinn niður og búið til 42 þúsund meistarastjörnur úr tiltinum en allir ársmiðahafar munu fá eina stjörnu.
Stjarnan er 3,45 grömm og hver stjarna er með 0,06 grömm af bikarnum en Ajax mun þó fá annan bikar frá hollenska knattspyrnusambandinu til að hafa í bikaraskápnum.
Ajax á tvo leiki eftir í hollensku deildinni en þeir eru fjórtán stigum á undan PSV sem er í öðru sætinu.
Piece of victory
— AFC Ajax (@AFCAjax) May 12, 2021
Piece of history
Piece of Ajax
Literally. For you. 🎖#XXXV pic.twitter.com/Bllbh9M4tA