Meiri kraftur - meira gaman Logi Einarsson skrifar 13. maí 2021 08:01 Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun