Göngumenn létust á Everest-fjalli Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 09:50 Á fjórða hundrað manna hefur látið lífið í hlíðum Everest-fjalls, hæsta fjalls jarðar. Vísir/EPA Tveir fjallgöngumenn örmögnuðust og létust á Everest-fjalli í gær. Þetta eru fyrstu dauðsföllin á fjallinu á göngutímabilinu í vor. Metfjöldi göngumanna hefur fengið leyfi til að klífa fjallið á þessu tímabili. Þeir Abdul Waraich, 41 árs gamall Svisslendingur, og Puwei Liu, 55 ára gamall Bandaríkjamaður, voru á leið niður fjallið þegar þá þraut örendið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjerpar voru sendir á móti þeim með vistir og súrefni en komust ekki til þeirra í tæka tíð. Waraich komst á tindinn en lést nærri syðri og lægri tindi Everest. Liu náði aldrei á tindinn og lést nærri búðum í um 7.900 metra hæð eftir að hann blindaðist í snjónum og örmagnaðist. Nepölsk yfirvöld hafa gefið út 408 leyfi til fjallgöngumanna til að klífa Everest á göngutímabilinu sem stendur frá apríl til maí. Aldrei hafa verið gefið út jafnmörg leyfi og nú en fjallið var lokað á sama tíma í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkur smit hafa komið upp í grunnbúðum Everest og ætla Kínverjar að grípa til þess ráðs að skilja að göngumenn sem leggja á fjallið frá Tíbet annars vegar og Nepal hins vegar af þeim sökum. Everest er hæsta fjall jarðar, tæpir 8.849 metrar. Fleiri en sex þúsund manns hafa klifið það frá því að sjerpinn Tenzing Norgay og Nýsjálendingurinn Edmund Hillary komust á tindinn fyrstir manna árið 1953. Að minnsta kosti 311 manns hafa farist á fjallinu. Tveir íslenskir fjallgöngumenn eru nú á Everest, þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson. Þeir hafa verið í hæðaraðlögun í rúman mánuð en ætlun þeirra er að komast á topp Everest til að styrkja Umhyggju, félag langveikra barna. Everest Nepal Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Þeir Abdul Waraich, 41 árs gamall Svisslendingur, og Puwei Liu, 55 ára gamall Bandaríkjamaður, voru á leið niður fjallið þegar þá þraut örendið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjerpar voru sendir á móti þeim með vistir og súrefni en komust ekki til þeirra í tæka tíð. Waraich komst á tindinn en lést nærri syðri og lægri tindi Everest. Liu náði aldrei á tindinn og lést nærri búðum í um 7.900 metra hæð eftir að hann blindaðist í snjónum og örmagnaðist. Nepölsk yfirvöld hafa gefið út 408 leyfi til fjallgöngumanna til að klífa Everest á göngutímabilinu sem stendur frá apríl til maí. Aldrei hafa verið gefið út jafnmörg leyfi og nú en fjallið var lokað á sama tíma í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkur smit hafa komið upp í grunnbúðum Everest og ætla Kínverjar að grípa til þess ráðs að skilja að göngumenn sem leggja á fjallið frá Tíbet annars vegar og Nepal hins vegar af þeim sökum. Everest er hæsta fjall jarðar, tæpir 8.849 metrar. Fleiri en sex þúsund manns hafa klifið það frá því að sjerpinn Tenzing Norgay og Nýsjálendingurinn Edmund Hillary komust á tindinn fyrstir manna árið 1953. Að minnsta kosti 311 manns hafa farist á fjallinu. Tveir íslenskir fjallgöngumenn eru nú á Everest, þeir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson. Þeir hafa verið í hæðaraðlögun í rúman mánuð en ætlun þeirra er að komast á topp Everest til að styrkja Umhyggju, félag langveikra barna.
Everest Nepal Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira