Biðst afsökunar á ljótum skilaboðasendingum til tánings Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 18:15 Chrissy Teigen hefur notið mikilla vinsælda á Twitter undanfarin ár. Gamlar færslur voru þó dregnar fram í sviðsljósið nýlega eftir viðtal við Courtney Stodden. Getty Samfélagsmiðlastjarnan og fyrirsætan Chrissy Teigen hefur beðist afsökunar á skilaboðum og færslum um fyrirsætuna Courtney Stodden fyrir áratug síðan. Stodden, sem notast við kynhlutlaus persónufornöfn, var sextán ára gamalt þegar Teigen birti færslurnar. Á þeim tíma er Teigen sendi skilaboðin hafði Stodden vakið heimsathygli fyrir þær sakir að hán giftist leikaranum Doug Hutchison, sem var á þeim tíma fimmtugur og 24 árum eldri en Stodden. Þau skildu á síðasta ári eftir níu ára hjónaband. Doug Hutchison og Courteny Stodden skildu í fyrra eftir níu ára hjónaband, en samband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Stodden var sextán ára gamalt þegar þau gengu í hjónaband.Getty Í skilaboðunum sem um ræðir hvatti Teigen Stodden til að taka eigið líf. Eftir að Stodden ræddi neteineltið sem hán varð fyrir í viðtali nýlega baðst Teigen afsökunar og sagðist skammast sín fyrir hegðun sína. „Ég dauðskammast mín og er miður mín yfir hegðun minni, en það er ekkert samanborið við hvernig ég lét Courtney líða,“ sagði Teigen. „Ég var óöruggt, athyglissjúkt tröll.“ Not a lot of people are lucky enough to be held accountable for all their past bullshit in front of the entire world. I’m mortified and sad at who I used to be. I was an insecure, attention seeking troll. I am ashamed and completely embarrassed at my behavior but that...— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Teigen sagðist nú ætla vinna í því til frambúðar að verða betri manneskja. Hún vilji ekki bregðast fylgjendum sínum og það sé hræðileg tilfinning að vita til þess að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Þá hafi hún reynt að setja sig í samband við Stodden til þess að biðjast afsökunar og vonar að hán taki afsökunarbeiðnina í sátt. I have tried to connect with Courtney privately but since I publicly fueled all this, I want to also publicly apologize. I’m so sorry, Courtney. I hope you can heal now knowing how deeply sorry I am.— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Stodden gerði það, en sagðist efast um einlægnina. „Ég tek afsökunarbeiðninni og fyrirgef henni, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt frá henni eða hennar fólki í einrúmi. Hún reyndar blokkaði mig á Twitter,“ sagði Stodden. „Mig langar að trúa að þetta sé einlæg afsökunarbeiðni, en mér líður frekar eins og þetta sé opinber tilraun til þess að bjarga samstarfi hennar við Target og önnur fyrirtæki sem eru að átta sig á því að réttlætiskennd hennar er biluð plata.“ Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira
Á þeim tíma er Teigen sendi skilaboðin hafði Stodden vakið heimsathygli fyrir þær sakir að hán giftist leikaranum Doug Hutchison, sem var á þeim tíma fimmtugur og 24 árum eldri en Stodden. Þau skildu á síðasta ári eftir níu ára hjónaband. Doug Hutchison og Courteny Stodden skildu í fyrra eftir níu ára hjónaband, en samband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Stodden var sextán ára gamalt þegar þau gengu í hjónaband.Getty Í skilaboðunum sem um ræðir hvatti Teigen Stodden til að taka eigið líf. Eftir að Stodden ræddi neteineltið sem hán varð fyrir í viðtali nýlega baðst Teigen afsökunar og sagðist skammast sín fyrir hegðun sína. „Ég dauðskammast mín og er miður mín yfir hegðun minni, en það er ekkert samanborið við hvernig ég lét Courtney líða,“ sagði Teigen. „Ég var óöruggt, athyglissjúkt tröll.“ Not a lot of people are lucky enough to be held accountable for all their past bullshit in front of the entire world. I’m mortified and sad at who I used to be. I was an insecure, attention seeking troll. I am ashamed and completely embarrassed at my behavior but that...— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Teigen sagðist nú ætla vinna í því til frambúðar að verða betri manneskja. Hún vilji ekki bregðast fylgjendum sínum og það sé hræðileg tilfinning að vita til þess að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Þá hafi hún reynt að setja sig í samband við Stodden til þess að biðjast afsökunar og vonar að hán taki afsökunarbeiðnina í sátt. I have tried to connect with Courtney privately but since I publicly fueled all this, I want to also publicly apologize. I’m so sorry, Courtney. I hope you can heal now knowing how deeply sorry I am.— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Stodden gerði það, en sagðist efast um einlægnina. „Ég tek afsökunarbeiðninni og fyrirgef henni, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt frá henni eða hennar fólki í einrúmi. Hún reyndar blokkaði mig á Twitter,“ sagði Stodden. „Mig langar að trúa að þetta sé einlæg afsökunarbeiðni, en mér líður frekar eins og þetta sé opinber tilraun til þess að bjarga samstarfi hennar við Target og önnur fyrirtæki sem eru að átta sig á því að réttlætiskennd hennar er biluð plata.“
Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira