27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2021 12:00 Cristiano Ronaldo kyssir hér EM-bikarinn eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum á EM 2016. EPA/GEORGI LICOVSKI Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. Það þarf ekki að fara langa leið á Evrópukortinu til að finna Evrópumeistara síðustu þrettán ára en nágrannarnir á Íberíuskaganum, Spánn og Portúgal, hafa einokað titilinn frá og með EM 2008. Spánverjar urðu fyrsta þjóðin til vinna tvö Evrópumót í röð þegar þeir unnu 2008 og 2012. Spánverjar urðu meira segja heimsmeistarar inn á milli. Portúgal vann síðan síðasta Evrópumót sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Euro 2008 World Cup 2010 Euro 2012 Spain's golden generation won Euro 2008 on this day and kick-started a dynasty pic.twitter.com/bvfbcbdOTw— B/R Football (@brfootball) June 29, 2020 Spánn vann sinn fyrsta stóra titil í 44 ár þegar liðið vann EM 2008 eftir 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið. David Villa, markakóngur keppninnar, missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Spánn hafði slegið Ítalíu út í átta liða úrslitunum og unnið Rússland í undanúrslitunum. Fjórum árum síðar vann spænska landsliðið 4-0 sigur á Ítalíu í úrslitaleiknum þar sem Torres var aftur á skotskónum en hin mörkin skoruðu þeir David Silva, Jordi Alba og Juan Mata. Spánverjar höfðu unnið Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en unnu Frakkland í átta liða úrslitunum. #OnThisDay 12 years ago...@Torres won Euro 2008 for Spain with a delightful finish pic.twitter.com/FjLSU3ofg5— Goal (@goal) June 29, 2020 Sigurganga Spánverja á EM endaði með 2-0 tapi á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum en þeir höfðu þá líka tapað síðasta leiknum sínum í riðlinum. Portúgal vann Króatíu, Pólland og Wales á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Eder skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri á Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Portúgala á stórmóti en þeir höfðu tapað úrslitaleik EM á heimavelli árið 2004. EURO 2016 Portugal claimed a first-ever major tournament trophy thanks to Éder's 109th-minute strike!#OTD | @selecaoportugal pic.twitter.com/N0HO0MwzXY— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 10, 2020 Síðustu tvö Evrópumeistarar hafa þó ekki náð að vinna sinn fyrsta leik á EM. Spænska liðið sem vann 2012 gerði 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í leik og Portúgalar hófu síðasta Evrópumót á því að gera 1-1 jafntefli við okkur Íslendinga. Síðasta þjóðin til að vinna EM sem er ekki frá Íberíuskaganum voru Grikkir en þeir unnu hins vegar titilinn á Íberíuskaganum með því að vinna úrslitaleikinn í Lissabon í Portúgal sumarið 2004. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Það þarf ekki að fara langa leið á Evrópukortinu til að finna Evrópumeistara síðustu þrettán ára en nágrannarnir á Íberíuskaganum, Spánn og Portúgal, hafa einokað titilinn frá og með EM 2008. Spánverjar urðu fyrsta þjóðin til vinna tvö Evrópumót í röð þegar þeir unnu 2008 og 2012. Spánverjar urðu meira segja heimsmeistarar inn á milli. Portúgal vann síðan síðasta Evrópumót sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Euro 2008 World Cup 2010 Euro 2012 Spain's golden generation won Euro 2008 on this day and kick-started a dynasty pic.twitter.com/bvfbcbdOTw— B/R Football (@brfootball) June 29, 2020 Spánn vann sinn fyrsta stóra titil í 44 ár þegar liðið vann EM 2008 eftir 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið. David Villa, markakóngur keppninnar, missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Spánn hafði slegið Ítalíu út í átta liða úrslitunum og unnið Rússland í undanúrslitunum. Fjórum árum síðar vann spænska landsliðið 4-0 sigur á Ítalíu í úrslitaleiknum þar sem Torres var aftur á skotskónum en hin mörkin skoruðu þeir David Silva, Jordi Alba og Juan Mata. Spánverjar höfðu unnið Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en unnu Frakkland í átta liða úrslitunum. #OnThisDay 12 years ago...@Torres won Euro 2008 for Spain with a delightful finish pic.twitter.com/FjLSU3ofg5— Goal (@goal) June 29, 2020 Sigurganga Spánverja á EM endaði með 2-0 tapi á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum en þeir höfðu þá líka tapað síðasta leiknum sínum í riðlinum. Portúgal vann Króatíu, Pólland og Wales á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Eder skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri á Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Portúgala á stórmóti en þeir höfðu tapað úrslitaleik EM á heimavelli árið 2004. EURO 2016 Portugal claimed a first-ever major tournament trophy thanks to Éder's 109th-minute strike!#OTD | @selecaoportugal pic.twitter.com/N0HO0MwzXY— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 10, 2020 Síðustu tvö Evrópumeistarar hafa þó ekki náð að vinna sinn fyrsta leik á EM. Spænska liðið sem vann 2012 gerði 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í leik og Portúgalar hófu síðasta Evrópumót á því að gera 1-1 jafntefli við okkur Íslendinga. Síðasta þjóðin til að vinna EM sem er ekki frá Íberíuskaganum voru Grikkir en þeir unnu hins vegar titilinn á Íberíuskaganum með því að vinna úrslitaleikinn í Lissabon í Portúgal sumarið 2004.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00