„Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2021 19:00 Rakel Garðarsdóttir heimsótti bræðurna í Þvottahúsinu. Skjáskot Eftir að lesa grein um matarsóun árið 2010 byrjaði Rakel Garðarsdóttir að spá mikið í sóun matvæla. Síðan þá hefur hún barist fyrir minni matarsóun hér á landi. „Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Ég fór að pæla hvað það væri skrítið að vera einhvers staðar úti að vinna, til að kaupa sér eitthvað og fylla ísskápinn, til að henda því svo.“ Í kjölfarið fór hún af stað meðvitað í umræðu um matarsóun og vitundarvakningu um þetta fyrir landsmenn, undir samtökunum Vakandi. Rakel ræddi matarnýtingu og stefnur innan heimilis sem og í iðnaði í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Þvottahúsið sem kom úr í dag. Henni blöskrar bruðlið, sóunina og vanvirðinguna við sem neytendur sínum er við ekki eignum okkur tilveruréttinn að fullu og öxlum ábyrgð. Kaupum það sem okkur vantar ekki Yfir tólf þúsund Íslendingar eru að fylgjast með Facebook síðu samtakanna Vakandi í dag, en Rakel segir að þetta séu ekki baráttusamtök, heldur vilji hún einfaldlega vekja fólk til umhugsunar. „Það er alltaf verið að selja okkur eitthvað svo við getum gengið í augun á einhverjum, jafn vel einhverjum sem okkur líkar ekki einu sinni vel við. Það er alltaf verið að selja okkur hluti sem okkur vantar ekki.“ Hún veltir upp þeim hugmyndum hvort að hærra verð á matvælum myndi draga eitthvað úr matarsóun, þar sem fólk myndi hugsanlega spá meira í því sem það hendir í ruslið. „Við höfum aldrei upplifað skort á matvælum, við getum nálgast mat alltaf þegar við viljum það, alveg sama hvað það er.“ Áhrifaríkt að reikna heildarupphæðina Rakel segir að hún sé mjög hlynnt innlendri framleiðslu. „Mér finnst að maður eigi að framleiða það sem maður borðar að mestu leyti, sem að hægt er.“ Það sé samt ekki auðvelt að breyta þessu. Hún segir að þetta sé pólitískt mál, alveg sama hver er við stjórn í landinu. „Þetta er gerspillt og ógeðslega eldfimt því að allir eru ósamála.“ Rakel segir að þegar hún tali um þetta líti sumir á það þannig að hún sé bara pía að sunnan sem viti ekki neitt. Hún gefur í viðtalinu ýmis ráð varðandi matarsóun en eitt þeirra er einfalt og áhrifaríkt. Að kaupa bara minna inn. Ein aðferð sem Rakel bendir á til að minnka matarsóun er að geyma allar kvittanir og merkja svo með yfirstrikunarpenna yfir verðið í hvert skipti sem matvöru er hent. „Þá getur þú reiknað út kostnaðinn, þá sérðu það bara á kvittuninni þinni hvað þú varst að henda fyrir mikinn pening.“ Rakel segir mikilvægt að draga úr matarsóun og að við sem þjóð styðjum við matarframleiðslu hér á landi. „Þá vitum við betur hvaðan hráefnin koma.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira