Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 08:01 Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu á Gasa á undanförnum dögum. AP/Khalil Hamra Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira