Eurovision staðreyndir sem skipta öllu og engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 22:00 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa í fyrra en Eurovision var blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hópurinn er mættur galvaskur til Rotterdam og til í slaginn. Eurovision Laugardagskvöldið 22. maí verður krýndur nýr sigurvegari í Eurovision. Framlag Íslands er meðal þeirra sigurstranglegustu ef marka má veðbanka. Hvað nú verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí. Eurovision Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Sjá meira
En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Eurovision Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Sjá meira