Óvissunni um Stockfish eytt Stefán Árni Pálsson skrifar 17. maí 2021 14:31 Önnur mynd Andra og Anní. Eftir töluverða óvissu er ljóst að hægt verður að standa fyrir kvikmyndahátíðinni Stockfish frá 20. maí til 30. maí í Bíó Paradís. Þar verða 23 myndir sýndar sem allar hafa unnið til verðlauna. Tvær kvikmyndir verða frumsýndar á hátíðinni og er þar um að ræða myndirnar Apausalypse og Little Kingdom. Apausalypse er ný heimildarmynd eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason, höfunda Þriðja Pólsins sem var tilnefnd til fimm Edduverðlauna. Apausalypse var tekin upp þegar heimurinn stöðvaðist fyrir ári síðan og frumsýning Þriðja Pólsins var frestað. Leikstjórarnir fóru ásamt Andra Haraldssyni kvikmyndatökumanni af stað til að fanga þessa einstöku tíma. Í myndinni eru tekin viðtöl við guðfræðinga, heimspekinga og listamenn. Í Apausalypse eru viðmælendur spurðir: Hvað er í loftinu? Hvaða þýðingu hefur heimspásan í samhengi við andlega heilsu og stærstu vá samtímans, loftslagsbreytingar af mannavöldum? Meðal þeirra sem koma fram eru Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Ingvar E. Sigurðsson leikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Dóri DNA, Ragnar Axelsson ljósmyndari og Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. Myndin verður frumsýnd á Stockfish þann 21. maí í Bíó Paradís. Sýningartími myndarinnar er 52 mínútur. Little Kingdom er slavnesk/íslensk framleiðsla. Myndin gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Þar er fylgst með Evu, ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína. Bíó og sjónvarp Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Þar verða 23 myndir sýndar sem allar hafa unnið til verðlauna. Tvær kvikmyndir verða frumsýndar á hátíðinni og er þar um að ræða myndirnar Apausalypse og Little Kingdom. Apausalypse er ný heimildarmynd eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason, höfunda Þriðja Pólsins sem var tilnefnd til fimm Edduverðlauna. Apausalypse var tekin upp þegar heimurinn stöðvaðist fyrir ári síðan og frumsýning Þriðja Pólsins var frestað. Leikstjórarnir fóru ásamt Andra Haraldssyni kvikmyndatökumanni af stað til að fanga þessa einstöku tíma. Í myndinni eru tekin viðtöl við guðfræðinga, heimspekinga og listamenn. Í Apausalypse eru viðmælendur spurðir: Hvað er í loftinu? Hvaða þýðingu hefur heimspásan í samhengi við andlega heilsu og stærstu vá samtímans, loftslagsbreytingar af mannavöldum? Meðal þeirra sem koma fram eru Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Ingvar E. Sigurðsson leikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Dóri DNA, Ragnar Axelsson ljósmyndari og Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur. Myndin verður frumsýnd á Stockfish þann 21. maí í Bíó Paradís. Sýningartími myndarinnar er 52 mínútur. Little Kingdom er slavnesk/íslensk framleiðsla. Myndin gerist í þorpi í Slóvakíu í lok seinni heimsstyrjaldar. Þar er fylgst með Evu, ungri konu sem vinnur baki brotnu í einu verksmiðju þorpsins sem er stýrt af smákónginum Bar sem allir eiga sitt undir og kúgar jafnt starfsmenn sem og þorpsbúa. Jack, ástmaður Evu, sinnir herskyldu en þegar honum berst bréf frá Evu um örlagaríkan viðburð í lífi þeirra ákveður hann að strjúka frá herdeildinni til að geta stutt ástina sína.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira