Hæsta framlag allra landsnefnda fimmta árið í röð frá UN Women á Íslandi Heimsljós 17. maí 2021 13:46 Forsíðumynd skýrslunnar UN Women Íslensk stjórnvöld hafa stutt við bakið á UN Women frá upphafi. Fimmta árið í röð sendir UN Women á Íslandi hæsta framlag allra tólf landsnefnda stofnunarinnar til verkefna UN Women víða um heim, óháð höfðatölu. Þetta kemur meðal annars fram í nýútgefinni ársskýrslu UN Women á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fimmta árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna,“ segir Arna Grímsdóttir formaður stjórnar UN Women í ávarpi í ársskýrslunni. Umsvif UN Women á Íslandi hafa aukist undanfarin ár en eitt stærsta hlutverk samtakanna er að afla fjár til alþjóðlegra verkefna UN Women. Verkefnin voru fjölbreytt á árinu en heimsfaraldurinn setti mark sitt á starfið þar sem ýmsir fastir liðir fóru fram með breyttu sniði eða hreinlega frestuðust. En þrátt fyrir heimsfaraldurinn og meðfylgjandi efnahagsþrengingar varð 7% aukning á framlögum til UN Women á milli ára. Á árinu bættust rúmlega 1.500 mánaðarlegir styrktaraðilar í hóp ljósbera, styrktaraðila UN Women, sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins. „Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna er lykilstoð stefnu Íslands í utanríks- og þróunarmálum. Í þróunarsamvinnu er jafnrétti haft að leiðarljósi í öllum okkar verkefnum og við getum verið stolt af okkar árangri því Ísland situr nú í öðru sæti yfir þau ríki sem verja mestu hlutfalli af framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, samkvæmt Þróunarnefnd Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC),“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ávarpi í ársskýrslunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Fimmta árið í röð sendir UN Women á Íslandi hæsta framlag allra tólf landsnefnda stofnunarinnar til verkefna UN Women víða um heim, óháð höfðatölu. Þetta kemur meðal annars fram í nýútgefinni ársskýrslu UN Women á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fimmta árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna,“ segir Arna Grímsdóttir formaður stjórnar UN Women í ávarpi í ársskýrslunni. Umsvif UN Women á Íslandi hafa aukist undanfarin ár en eitt stærsta hlutverk samtakanna er að afla fjár til alþjóðlegra verkefna UN Women. Verkefnin voru fjölbreytt á árinu en heimsfaraldurinn setti mark sitt á starfið þar sem ýmsir fastir liðir fóru fram með breyttu sniði eða hreinlega frestuðust. En þrátt fyrir heimsfaraldurinn og meðfylgjandi efnahagsþrengingar varð 7% aukning á framlögum til UN Women á milli ára. Á árinu bættust rúmlega 1.500 mánaðarlegir styrktaraðilar í hóp ljósbera, styrktaraðila UN Women, sem teljast nú hátt í tíu þúsund talsins. „Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna er lykilstoð stefnu Íslands í utanríks- og þróunarmálum. Í þróunarsamvinnu er jafnrétti haft að leiðarljósi í öllum okkar verkefnum og við getum verið stolt af okkar árangri því Ísland situr nú í öðru sæti yfir þau ríki sem verja mestu hlutfalli af framlögum til þróunarsamvinnu í verkefni sem stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, samkvæmt Þróunarnefnd Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD-DAC),“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ávarpi í ársskýrslunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent