Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Spáð er norðan og norðaustan, fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en norðlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu á morgun. Lítilsháttar él á Norðaustur- og Austurlandi, stöku skúrir sunnanlands en að mestu bjart norðvestantil.
Hitinn verður á bilinu þrjú til ellefu stig að deginum, mildast suðvestantil.
Áframhaldandi lítilsháttar él norðaustantil í dag og á morgun, stöku skúr verður með suðurströndinni en annars að mestu bjart og hámarkshitinn mun daðra við tveggja stafa tölur á Suður- og Vesturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir á Suðurlandi en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.
Á fimmtudag og föstudag: Breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart veður en skúrir sunnanlands. Hiti 1 til 9 stig, svalast norðaustantil.
Á laugardag: Suðlæg átt með smáskúrum sunnan- og vestanlands en annars þurrt. Hiti 4 til 10 stig að deginum.
Á sunnudag (hvítasunnudagur): Austlæga átt, skýjað með köflum og smá væta suðaustantil en annars þurrt. Hiti breytist lítið.
Á mánudag (annar í hvítasunnu): Útlit fyrir austlæga átt með stöku skúr sunnan- og vestantil.