Atli semur tónlist fyrir risakvikmynd, fimm seríur og stóran tölvuleik Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2021 10:31 Atli Örvars hefur gert það gott undanfarin ár í kvikmyndabransanum. Mynd/SKAPTI HALLGRÍMSSON fyrir Akureyri.net „Þetta er svona þægileg innivinna. Ég er í því að gera tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp mestmegnis. Einstaka sinnum tek ég mér frí frá því að vinn mín eigin verk,“ segir tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hefur slegið í gegn sem tónsmiður fyrir stór alþjóðleg kvikmyndaverk og þætti. Hann samdi til að mynda tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Í júní verður kvikmyndin The Hitman's Wife's Bodyguard frumsýnd en tónlistinni í kvikmyndinni er eftir Atla. Í myndinni fara Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Frank Grillo, Salma Hayek, Morgan Freeman, Antonio Banderas og fleiri með hlutverk. „Þetta er frekar stórt mál því undanfarið ár hafa fáir treyst sér í kvikmyndahús en núna þegar þetta er að opnast og ástandið að breytast t.d. í Bandaríkjunum og aðsókn er greinilega að aukast. Þetta er svolítið skemmtilegur tími til þess að koma með svolítið stóra mynd.“ Hann segir að um sé að ræða framhaldsmynd en kvikmyndin The Hitman's Bodyguard kom út árið 2017. Þá sá Atli einnig um tónlistina og vildi leikstjórinn Patrick Hughes aftur starfa með honum. Atli hefur samið mörg verk í ameríska sjónvarpsþætti. „Ég er með tónlist í fimm þáttum núna. Ég er með tónlist í þremur Chicago seríum, Fire, PD og Med á sjónvarpsstöðinni NBC. Svo er ég með tónlist í tveimur FBI seríum á CBS. Ég er ekki einn við þetta, þetta er svo mikil vinna og er ég með teymi af fólki sem er að hjálpa mér. Bæði hér og í Bandaríkjunum.“ Atli segist einnig vera semja tónlist fyrir stóran tölvuleik. „Ég hef aðeins snert á þeim bransa. Ekki margir sem vita það að tölvuleikjabransinn er fjórum sinnum stærri en kvikmyndabransinn í ársveltu. Þar er gríðarlega mikið lagt í tónlistina. T.d. er tölvuleikur, sem ég má alls ekki nefna á nafn, og tónlistin fyrir hann verður tekið upp í Hofi með Sinfonia Nord núna í sumar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Atla. Tónlist Bíó og sjónvarp Leikjavísir Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Hann hefur slegið í gegn sem tónsmiður fyrir stór alþjóðleg kvikmyndaverk og þætti. Hann samdi til að mynda tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Í júní verður kvikmyndin The Hitman's Wife's Bodyguard frumsýnd en tónlistinni í kvikmyndinni er eftir Atla. Í myndinni fara Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Frank Grillo, Salma Hayek, Morgan Freeman, Antonio Banderas og fleiri með hlutverk. „Þetta er frekar stórt mál því undanfarið ár hafa fáir treyst sér í kvikmyndahús en núna þegar þetta er að opnast og ástandið að breytast t.d. í Bandaríkjunum og aðsókn er greinilega að aukast. Þetta er svolítið skemmtilegur tími til þess að koma með svolítið stóra mynd.“ Hann segir að um sé að ræða framhaldsmynd en kvikmyndin The Hitman's Bodyguard kom út árið 2017. Þá sá Atli einnig um tónlistina og vildi leikstjórinn Patrick Hughes aftur starfa með honum. Atli hefur samið mörg verk í ameríska sjónvarpsþætti. „Ég er með tónlist í fimm þáttum núna. Ég er með tónlist í þremur Chicago seríum, Fire, PD og Med á sjónvarpsstöðinni NBC. Svo er ég með tónlist í tveimur FBI seríum á CBS. Ég er ekki einn við þetta, þetta er svo mikil vinna og er ég með teymi af fólki sem er að hjálpa mér. Bæði hér og í Bandaríkjunum.“ Atli segist einnig vera semja tónlist fyrir stóran tölvuleik. „Ég hef aðeins snert á þeim bransa. Ekki margir sem vita það að tölvuleikjabransinn er fjórum sinnum stærri en kvikmyndabransinn í ársveltu. Þar er gríðarlega mikið lagt í tónlistina. T.d. er tölvuleikur, sem ég má alls ekki nefna á nafn, og tónlistin fyrir hann verður tekið upp í Hofi með Sinfonia Nord núna í sumar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Atla.
Tónlist Bíó og sjónvarp Leikjavísir Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira