Líður ekki eins og hann sé í Eurovision lengur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. maí 2021 11:53 Daði Freyr ræddi við Vísi úr sóttkvínni í gegn um Zoom. vísir Daði Freyr segir það hálf súrrealískt að vera kominn út til Hollands til að keppa í Eurovision en vera fastur í sóttkví. „Við erum bara búin að vera uppi á hótelherbergi að bíða og manni líður ekkert eins og maður sé í Eurovision lengur. Svo á morgun eigum við bara að fara beint inn í generalprufu. Þetta er alveg súrrealískt.“ Íslenski hópurinn hefur verið í sóttkví í tvo daga eftir að smit kom upp hjá meðlimi hans. Hinir í hópnum fengu neikvætt úr sýnatöku í gær en verða að fara í aðra í fyrramálið og fá neikvætt aftur til að geta stigið á svið í undankeppninni á fimmtudagskvöld. Ekki mætt til að ganga á teppi Hann segir sóttkvína ekki hafa sett stórkostlegt strik í reikninginn fyrir hópinn enda eigi keppendur almennt að halda sig nokkuð til hlés vegna smithættu í Rotterdam. „Það eina svona stóra er að við fengum ekki að fara á rauða dregilinn í Eurovision. En við höfum ekkert allt of miklar áhyggjur af því – við erum hérna til að keppa í Eurovision en ekki til að ganga á teppi.“ Finniði fyrir miklum áhuga á atriðinu úti? „Já, við finnum fyrir rosa miklum áhuga. Sérstaklega eftir fyrstu æfinguna, hún gekk rosa vel og það er mjög vel tekið í þetta. Og fólk er mjög spennt að taka við okkur viðtöl og eitthvað. Ég held það sé mjög góð stemmning fyrir okkur.“ Spurður hvort hann finni fyrir nokkru stressi undir afar rólegu yfirbragði fyrir því að koma fram í beinni fyrir framan Evrópu segist Daði vera mjög slakur. „Ég held að það séu allir í hópnum bara nokkuð slakir. Stressið kemur þegar maður er kominn upp á svið og svo rétt áður en lagið byrjar. Þegar maður er svo byrjaður að syngja aðeins þá er þetta allt í lagi held ég,“ segir hann. „Það eru svona fimmtán sekúndur áður en ég byrja að syngja þegar lagið er byrjað og við erum að halda sömu pósunni. Þessar fimmtán sekúndur geta alveg liðið eins og langur tími en ég hugsa að þetta verði allt í lagi.“ Hann kveðst þá bjartsýnn á gott gengi Íslands í keppninni í ár. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu atriði keppninnar hjá öllum helstu veðbönkum. „Ég held að við eigum bara jafn miklar líkur og allir aðrir. Við setjum fókusinn á að komast í úrslitin á laugardaginn svo að það verði gott partý á Íslandi á laugardaginn. Svo sjáum við bara hvert fókusinn fer ef við komumst áfram.“ Eurovision Holland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
Íslenski hópurinn hefur verið í sóttkví í tvo daga eftir að smit kom upp hjá meðlimi hans. Hinir í hópnum fengu neikvætt úr sýnatöku í gær en verða að fara í aðra í fyrramálið og fá neikvætt aftur til að geta stigið á svið í undankeppninni á fimmtudagskvöld. Ekki mætt til að ganga á teppi Hann segir sóttkvína ekki hafa sett stórkostlegt strik í reikninginn fyrir hópinn enda eigi keppendur almennt að halda sig nokkuð til hlés vegna smithættu í Rotterdam. „Það eina svona stóra er að við fengum ekki að fara á rauða dregilinn í Eurovision. En við höfum ekkert allt of miklar áhyggjur af því – við erum hérna til að keppa í Eurovision en ekki til að ganga á teppi.“ Finniði fyrir miklum áhuga á atriðinu úti? „Já, við finnum fyrir rosa miklum áhuga. Sérstaklega eftir fyrstu æfinguna, hún gekk rosa vel og það er mjög vel tekið í þetta. Og fólk er mjög spennt að taka við okkur viðtöl og eitthvað. Ég held það sé mjög góð stemmning fyrir okkur.“ Spurður hvort hann finni fyrir nokkru stressi undir afar rólegu yfirbragði fyrir því að koma fram í beinni fyrir framan Evrópu segist Daði vera mjög slakur. „Ég held að það séu allir í hópnum bara nokkuð slakir. Stressið kemur þegar maður er kominn upp á svið og svo rétt áður en lagið byrjar. Þegar maður er svo byrjaður að syngja aðeins þá er þetta allt í lagi held ég,“ segir hann. „Það eru svona fimmtán sekúndur áður en ég byrja að syngja þegar lagið er byrjað og við erum að halda sömu pósunni. Þessar fimmtán sekúndur geta alveg liðið eins og langur tími en ég hugsa að þetta verði allt í lagi.“ Hann kveðst þá bjartsýnn á gott gengi Íslands í keppninni í ár. Eins og er situr Ísland í fjórða sæti yfir sigurstranglegustu atriði keppninnar hjá öllum helstu veðbönkum. „Ég held að við eigum bara jafn miklar líkur og allir aðrir. Við setjum fókusinn á að komast í úrslitin á laugardaginn svo að það verði gott partý á Íslandi á laugardaginn. Svo sjáum við bara hvert fókusinn fer ef við komumst áfram.“
Eurovision Holland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Sjá meira
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41