Adolf Ingi leiðir fyrsta hóp erlendra ferðamanna um landið Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2021 16:17 Adolf Ingi er kominn á stjá með hóp erlendra ferðamanna, átta Bandaríkjamenn fara nú kátir hringinn. Til stendur að ljúka leiðangrinum við gosið. aðsend Ferðaþjónustan er komin í fyrsta gír. Adolf Ingi Erlingsson fararstjóri með meiru er nú á ferðalagi með hóp Bandaríkjamanna, hringinn í kringum landið. Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem leggur land undir fót í hópferð. Adolf Ingi er með átta Bandaríkjamenn og er nú staddur á Siglufirði. Þau lögðu upp á föstudag en ljúka ferðinni morgun með að fara á gosið. Kanarnir kátir með að vera „pioneers“ „Við erum komin af stað,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi og er á honum að heyra að honum sé létt. Honum sýnist þetta vera fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem kominn er á stjá. „Ég vissi að þetta var fyrsti hópurinn hjá okkur hjá Artic Adventures. Þau á hótelum og veitingastöðum reka upp stór augu. Við erum einskonar brautryðjendur og þeir eru hreyknir af því Kanarnir mínir, að vera „pioneers“. Á Djúpavogi, á hótelinu á Akureyri, Dalvík, alls staðar fyrsti hópurinn sem lætur sjá sig í átta mánuði.“ Adolf Ingi segir sína Kana vera allstaðar að frá Bandaríkjunum, Chicago, Miami, Ohio … og það gengur vel. „En þetta er skrítið, eftir allan þennan tíma þegar ekkert hefur verið um að vera er misjafnt hvað er opið. Ákaflega rólegt og maður sér svona einn og einn ferðamann á bílaleigubílum. Og hafa verið síðustu vikuna. En þetta er fyrsti hópurinn sem þeir sjá.“ Ísland framarlega með að opna fyrir ferðamenn Nú eru þetta eingöngu Banaríkjamenn sem koma en þeir hafa fengið bólusetningu. Og þeir eru glaðir að geta ferðast, loks, eftir að kórónuveirufaraldurinn brast á. „Það eru ein hjón í túrnum en þetta er í fimmta skipti sem þau koma til Íslands. Þeim líkar það svo vel að þau koma aftur og aftur. Ætluðu að vera að ferðast um Rússland með Síberíulestinni frægu en það gekk ekki upp þannig að þau ákváðu að fara aftur til Íslands fyrst það stóð til boða.“ Adolf Ingi segir að svo virðist sem Ísland sé með fyrstu löndum til að opna fyrir ferðamennsku. „Það kom mér á óvart, við erum með þeim fyrstu sem erum bæði búin að opna fyrir að hingað sé hægt að ferðast og að þetta sé öruggt umhverfi,“ segir fararstjórinn káti en þegar hann kvaddi blaðamann voru Siglfirskir krakkar ávarpa hópinn á ensku, glaðir að sjá erlenda ferðamenn á ný, kannski búnir að fá sig fullsödd af hinum íslensku? Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem leggur land undir fót í hópferð. Adolf Ingi er með átta Bandaríkjamenn og er nú staddur á Siglufirði. Þau lögðu upp á föstudag en ljúka ferðinni morgun með að fara á gosið. Kanarnir kátir með að vera „pioneers“ „Við erum komin af stað,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi og er á honum að heyra að honum sé létt. Honum sýnist þetta vera fyrsti hópur erlendra ferðamanna sem kominn er á stjá. „Ég vissi að þetta var fyrsti hópurinn hjá okkur hjá Artic Adventures. Þau á hótelum og veitingastöðum reka upp stór augu. Við erum einskonar brautryðjendur og þeir eru hreyknir af því Kanarnir mínir, að vera „pioneers“. Á Djúpavogi, á hótelinu á Akureyri, Dalvík, alls staðar fyrsti hópurinn sem lætur sjá sig í átta mánuði.“ Adolf Ingi segir sína Kana vera allstaðar að frá Bandaríkjunum, Chicago, Miami, Ohio … og það gengur vel. „En þetta er skrítið, eftir allan þennan tíma þegar ekkert hefur verið um að vera er misjafnt hvað er opið. Ákaflega rólegt og maður sér svona einn og einn ferðamann á bílaleigubílum. Og hafa verið síðustu vikuna. En þetta er fyrsti hópurinn sem þeir sjá.“ Ísland framarlega með að opna fyrir ferðamenn Nú eru þetta eingöngu Banaríkjamenn sem koma en þeir hafa fengið bólusetningu. Og þeir eru glaðir að geta ferðast, loks, eftir að kórónuveirufaraldurinn brast á. „Það eru ein hjón í túrnum en þetta er í fimmta skipti sem þau koma til Íslands. Þeim líkar það svo vel að þau koma aftur og aftur. Ætluðu að vera að ferðast um Rússland með Síberíulestinni frægu en það gekk ekki upp þannig að þau ákváðu að fara aftur til Íslands fyrst það stóð til boða.“ Adolf Ingi segir að svo virðist sem Ísland sé með fyrstu löndum til að opna fyrir ferðamennsku. „Það kom mér á óvart, við erum með þeim fyrstu sem erum bæði búin að opna fyrir að hingað sé hægt að ferðast og að þetta sé öruggt umhverfi,“ segir fararstjórinn káti en þegar hann kvaddi blaðamann voru Siglfirskir krakkar ávarpa hópinn á ensku, glaðir að sjá erlenda ferðamenn á ný, kannski búnir að fá sig fullsödd af hinum íslensku?
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24
Sannleikurinn um íslenska ferðamenn sem enginn þori að segja upphátt Egill Páll Egilsson, Húsvíkingur og blaðamaður á Vikublaðinu, telur starfsfólk í ferðamennsku margt hvert óttast annað íslenskt ferðasumar. Stór hluti Íslendinga gleymi nefnilega öllum mannasiðum um leið og það setur niður í ferðatösku. 17. maí 2021 22:00