Hislop: Liverpool mun klúðra þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 08:31 Mohamed Salah félagar ættu að komast í Meistaradeildina með tveimur góðum sigrum á Burnley og Crystal Palace. EPA-EFE/Phil Noble Úrslitin í leik Chelsea og Leicester City voru líklega þau verstu í boði fyrir Liverpool en það breytir ekki því að lærisveinar Jürgen Klopp ættu að komast í Meistaradeildina með sigrum í síðustu tveimur leikjum sínum. Chelsea vann 2-1 sigur á Leicester City í gær og er þar með einu stigi á undan Leicester og fjórum stigum á undan Liverpool. Liverpool getur komist upp að hlið Leicester, einu stigi á eftir Chelsea, með sigri í kvöld í leiknum sem liðið á inni. Það að Chelsea skyldi vinna svona nauman sigur þýðir að ekkert má klikka hjá Liverpool sem þarf væntanlega bæði sex stig sem og að bæta markatöluna til að enda fyrir ofan Leicester. Liverpool looking at that 4th UCL spot like: pic.twitter.com/hllBVJ7nQt— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2021 Lokaleikir Liverpool liðsins eru á móti Burnley og Crystal Palace sem bæði hafa að litlu að keppa. Frammistaða Liverpool á móti liðum í neðri hlutanum hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi og því eru stuðningsmenn Liverpool örugglega allt annað en rólegir. Það er spurning hvernig spá Shaka Hislop á ESPN fari síðan í þá en gamli markvörðurinn sem spilaði yfir tvö hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni er ekki bjartsýnn fyrir hönd Liverpool liðsins. Hislop hefur nefniega ekki trú á því að Liverpool tryggi sér sæti í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera aðeins tveimur sigrum frá því. „Mín tilfinning er að Liverpool rétt missi af Meistaradeildarsætinu. Ef við lítum á það hvaða miðverði þeir eru með og hvað liðið er fyrirsjáanlegt. Liðin sem þau mæta eru pressulaus og munu gefa Liverpool mönnum hausverk,“ sagði Shaka Hislop. „Liverpool mun klúðra þessu og tapa stigum í þessum síðustu tveimur leikjum en ég held líka að bæði Chelsea og Leicester vinni lokaleiki sína og þessi úrslita í gær munu því skipta minna máli,“ sagði Hislop en það má sjá hvað hann sagði með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Chelsea vann 2-1 sigur á Leicester City í gær og er þar með einu stigi á undan Leicester og fjórum stigum á undan Liverpool. Liverpool getur komist upp að hlið Leicester, einu stigi á eftir Chelsea, með sigri í kvöld í leiknum sem liðið á inni. Það að Chelsea skyldi vinna svona nauman sigur þýðir að ekkert má klikka hjá Liverpool sem þarf væntanlega bæði sex stig sem og að bæta markatöluna til að enda fyrir ofan Leicester. Liverpool looking at that 4th UCL spot like: pic.twitter.com/hllBVJ7nQt— ESPN FC (@ESPNFC) May 18, 2021 Lokaleikir Liverpool liðsins eru á móti Burnley og Crystal Palace sem bæði hafa að litlu að keppa. Frammistaða Liverpool á móti liðum í neðri hlutanum hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi og því eru stuðningsmenn Liverpool örugglega allt annað en rólegir. Það er spurning hvernig spá Shaka Hislop á ESPN fari síðan í þá en gamli markvörðurinn sem spilaði yfir tvö hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni er ekki bjartsýnn fyrir hönd Liverpool liðsins. Hislop hefur nefniega ekki trú á því að Liverpool tryggi sér sæti í Meistaradeildinni þrátt fyrir að vera aðeins tveimur sigrum frá því. „Mín tilfinning er að Liverpool rétt missi af Meistaradeildarsætinu. Ef við lítum á það hvaða miðverði þeir eru með og hvað liðið er fyrirsjáanlegt. Liðin sem þau mæta eru pressulaus og munu gefa Liverpool mönnum hausverk,“ sagði Shaka Hislop. „Liverpool mun klúðra þessu og tapa stigum í þessum síðustu tveimur leikjum en ég held líka að bæði Chelsea og Leicester vinni lokaleiki sína og þessi úrslita í gær munu því skipta minna máli,“ sagði Hislop en það má sjá hvað hann sagði með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira