Þetta segir Björn Bergmann Þórhallsson, varaslökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Yfir tuttugu slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunum.
„Þetta gekk mjög vel miðað við aðstæður sem voru mjög erfiðar. Þetta var búið um tvöleytið að mestu og svo vorum við með vakt fram undir morgun og þeir voru að koma heim um sexleytið í morgun, þessir sem voru á vakt.“
Björn segir töluvert stórt svæði hafa brunnið í gærkvöldi og í nótt. „Þetta var vont yfirferðar. Við vorum þarna með fjórhjól og þetta gekk mjög vel hjá okkur, þannig lagað.
Hann segir ekki hafa orðið neitt tjón á mannvirkjum. „Það var þarna einhver gámur þarna niður frá. Við náðum að vísa þessu þaðan frá. Þannig að þetta gekk mjög vel.“
Spáð er svipuðu veðri áfram svo ljóst er að menn þurfa að vera á varðbergi. „Okkur vantar rigningu,“ segir Björn.