Hvalfjarðarsveit

Fréttamynd

Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vöru­bíla

Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum.

Innlent
Fréttamynd

Veitir leyfi til veiða á lang­reyði og hrefnu

Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára.

Innlent
Fréttamynd

Skert at­hygli þegar ekið var inn á öfugan vegar­helming

Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á sjúkra­hús eftir að bát hvolfdi

Einn var fluttur á sjúkrahús í kvöld eftir að bát hvolfdi í Hvalfirði. Tilkynning barst um málið á áttunda tímanum og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, lögregla, áhöfn á sjómælingaskipinu Baldri og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka mögu­leika til kolefnisförgunar í Hval­firði

Vísindarannsóknir eru hafnar í Hvalfirði með það fyrir augum að kanna möguleika til kolefnisförgunar. Markmiðið er ekki að græða pening með sölu kolefniseininga eða öðru, heldur að skapa þekkingu sem gæti nýst til að milda áhrif loftslagsbreytinga. Í stuttu máli felst aðferðin sem er til skoðunar í því að kanna hvort hægt sé að flýta náttúrulegu ferli kolefnisbindingar í hafi með því að auka svokallaða basavirkni sjávar.

Innlent
Fréttamynd

Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit

Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­gáfu skarkalann í borginni og gerðust ferða­þjónustu­bændur

Hjón sem áður bjuggu í Reykjavík sjá ekki eftir þeirri ákvörðun að gerast ferðaþjónustubændur í sveitinni. Um þessar mundir eru þau að byggja fleiri smáhýsi fyrir gesti sína. Hjónin Þórlaug og Grétar á Móum í Hvalfjarðarsveit voru í óða önn ásamt vinnufólki þegar fréttastofu bar að garði á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Kirkjan skaðabótaskyld gagn­vart Kristni

Þjóðkirkjan er skaðabótaskyld gagnvart Kristni Jens Sigurþórssyni, fyrrverandi presti í Saurbæjarprestakalli á Hvalfjarðarströnd, en prestakallið var lagt niður árið 2019. Í kjölfarið bauð biskup Kristni að taka við nýju embætti sem hann þáði nokkru síðar, en svo tilkynnti Þjóðkrikjan að það boð hefði fallið niður.

Innlent
Fréttamynd

Einn ofn úti og grunur um reyk­eitrun

Eldur kviknaði í kísilveri Elkem á Grundartanga í gærkvöldi þegar málmur flæddi upp úr einum þriggja ljósbogaofna fyrirtækisins. Ofninum hefur verið lokað og einn starfsmaður leitaði á spítala vegna gruns um reykeitrun. Betur fór en á horfist og allir komust heilir heim.

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu svartþrestina yfir­gefa hreiðrið

Síðasti svartþrastarunginn í hreiðri við heimili Elmars Snorrasonar húsasmiðs í Hvalfjarðarsveit er horfinn á braut. Elmar hefur undanfarnar tvær vikur boðið upp á beina útsendingu frá hreiðrinu og hefur tekið saman stærstu augnablikin í myndböndum sem horfa má á hér fyrir neðan.

Lífið
Fréttamynd

80 til 120 her­skip lágu í Hval­firði

Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður.

Innlent
Fréttamynd

Göngin lokuð á mið­viku­dags­kvöld

Göngin um Hvalfjörð verða lokuð miðvikudaginn 15. maí frá klukkan 21til 23 vegna umfangsmikillar brunaæfingar á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­breytt verk­efni hjá björgunar­sveitum í dag

Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls.

Innlent
Fréttamynd

Gengur hundrað kíló­metra með hundrað kílóa sleða

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ætlar á sumardaginn fyrsta ganga 100 kílómetra til styrktar Píeta samtökunum. Á eftir sér mun hann draga 100 kílóa sleða sem hann léttir á tíu kílómetra fresti. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­trú­legt sveitabrúðkaup í Hval­firðinum

Ofurhlaupaparið Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son og Simona Va­reikaité gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Innri-Hólms­kirkju í Hval­fjarðarsveit 6. apríl síðastliðinn, á tíu ára sambandsafmæli þeirra. Líf og fjör var í athöfninni og dilluðu hjónin sér út kirkjugólfið við mikil fagnaðarlæti gesta.

Lífið
Fréttamynd

Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hval­fjarðar­göngum

Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur við Hvalfjarðarveg

Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir enn unnið á vettvangi alvarlegs umferðarslyss við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í morgun. Þar skullu saman þrjú ökutæki, tvö stærri ökutæki og einn fólksbíll.

Innlent