Fótbolti

Blaðamannafundi KSÍ frestað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson áttu að tilkynna hópinn fyrir næstu leiki karlalandsliðsins í dag.
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson áttu að tilkynna hópinn fyrir næstu leiki karlalandsliðsins í dag. vísir/vilhelm

Blaðamannafundi KSÍ sem átti að vera klukkan 13:15 í dag hefur verið frestað vegna breytinga á landsliðshópnum sem á að mæta Mexíkó, Færeyjum og Póllandi um næstu mánaðarmót.

Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur frestun fundarins ekkert með þær fréttir að landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hafi verið í viðræðum við danska úrvalsdeildarfélagið OB að gera.

Breytingar hafi orðið á hópnum á síðustu stundu og því hafi verið talið affærasælast að fresta fundinum.

Ekki liggur fyrir hvenær fundurinn verður en ný dagsetning verður tilkynnt við fyrsta tækifæri.

Ísland mætir Mexíkó í Texas 29. maí, Færeyjum í Þórshöfn 4. júní og Póllandi í Poznan 8. júní. Þetta eru fyrstu vináttuleikir íslenska liðsins undir stjórn Arnars Þórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×