Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2021 11:54 Eftir langt tímabil vaxtalækkana ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að hækka meginvexti um 0,25 prósentur í dag. Helsta skýringin er þrálát verðbólga bæði innanlands og utan. Stöð 2/Arnar Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. Samkvæmt þessari ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans eru meginvextir nú eitt prósent. Helstu ástæður eru miklar hækkanir á verði hrávöru í útlöndum eins og olíu og aukinn verðbólguþrýstingur innanlands vegna mikillar hækkunar launa og fasteignaverðs, að mati peningastefnunefndar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahasáfall þjóðarbúsins nú vera vegna mikils samdráttar í útflutningi þjónustu. Það er að segja vegna hruns ferðaþjónustunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar „Við erum að sjá verðbólgan er að hækka aðeins meira en við höfðum búist við. Við gáfum töluvert mikinn slaka út á síðasta ári. Lækkuðum vexti niður í 0,75 prósent. Þessar vaxtalækkanir eru að virka mjög vel og í ljósi þess teljum við að við þurfum að toga aðeins til baka,“ segir Ásgeir. Með öðrum orðum eftirspurn og neysla hefur aukist of mikið að mati bankans. Verðbólga nú mælist 4,6 prósent sem er mun meiri verðbólga en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að verðbólga færi að ganga niður í upphafi þessa árs, síðan á haustmánuðum þessa árs en nú er reiknað með að hún fari ekki að hjaðna fyrr en í upphafi næsta árs og hún verði komin að markmiðinu eftir um ár. Ásgeir segir hækkun vaxta nú meðal annars hafa áhrif á fjármögnun húsnæðislána. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka aðrir þættir, það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig. Þannig að við erum aðeins mildilega séð að reyna að hægja á hagkerfinu. Svo hillir undir að farsóttin verði á enda og þá væntanlega fer ferðaþjónustan að taka við sér,“ segir Ásgeir. Reiknað er með að farþegum til landsins fjölgi minna á þessu ári en áður var spáð og þeir verði rúmlega 600 þúsund. Þeir verði hins vegar 1,5 milljónir á næsta ári og hagvöxtur verði þá fimm prósent. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Samkvæmt þessari ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans eru meginvextir nú eitt prósent. Helstu ástæður eru miklar hækkanir á verði hrávöru í útlöndum eins og olíu og aukinn verðbólguþrýstingur innanlands vegna mikillar hækkunar launa og fasteignaverðs, að mati peningastefnunefndar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahasáfall þjóðarbúsins nú vera vegna mikils samdráttar í útflutningi þjónustu. Það er að segja vegna hruns ferðaþjónustunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar „Við erum að sjá verðbólgan er að hækka aðeins meira en við höfðum búist við. Við gáfum töluvert mikinn slaka út á síðasta ári. Lækkuðum vexti niður í 0,75 prósent. Þessar vaxtalækkanir eru að virka mjög vel og í ljósi þess teljum við að við þurfum að toga aðeins til baka,“ segir Ásgeir. Með öðrum orðum eftirspurn og neysla hefur aukist of mikið að mati bankans. Verðbólga nú mælist 4,6 prósent sem er mun meiri verðbólga en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að verðbólga færi að ganga niður í upphafi þessa árs, síðan á haustmánuðum þessa árs en nú er reiknað með að hún fari ekki að hjaðna fyrr en í upphafi næsta árs og hún verði komin að markmiðinu eftir um ár. Ásgeir segir hækkun vaxta nú meðal annars hafa áhrif á fjármögnun húsnæðislána. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka aðrir þættir, það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig. Þannig að við erum aðeins mildilega séð að reyna að hægja á hagkerfinu. Svo hillir undir að farsóttin verði á enda og þá væntanlega fer ferðaþjónustan að taka við sér,“ segir Ásgeir. Reiknað er með að farþegum til landsins fjölgi minna á þessu ári en áður var spáð og þeir verði rúmlega 600 þúsund. Þeir verði hins vegar 1,5 milljónir á næsta ári og hagvöxtur verði þá fimm prósent.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30