Verðbólga yfir markmiði fram á mitt næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2021 11:54 Eftir langt tímabil vaxtalækkana ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að hækka meginvexti um 0,25 prósentur í dag. Helsta skýringin er þrálát verðbólga bæði innanlands og utan. Stöð 2/Arnar Verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólga verður ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en um mitt næsta ár samkvæmt spá bankans í dag. Meginvextir voru hækkaðir í dag um 0,25 prósentustig. Samkvæmt þessari ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans eru meginvextir nú eitt prósent. Helstu ástæður eru miklar hækkanir á verði hrávöru í útlöndum eins og olíu og aukinn verðbólguþrýstingur innanlands vegna mikillar hækkunar launa og fasteignaverðs, að mati peningastefnunefndar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahasáfall þjóðarbúsins nú vera vegna mikils samdráttar í útflutningi þjónustu. Það er að segja vegna hruns ferðaþjónustunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar „Við erum að sjá verðbólgan er að hækka aðeins meira en við höfðum búist við. Við gáfum töluvert mikinn slaka út á síðasta ári. Lækkuðum vexti niður í 0,75 prósent. Þessar vaxtalækkanir eru að virka mjög vel og í ljósi þess teljum við að við þurfum að toga aðeins til baka,“ segir Ásgeir. Með öðrum orðum eftirspurn og neysla hefur aukist of mikið að mati bankans. Verðbólga nú mælist 4,6 prósent sem er mun meiri verðbólga en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að verðbólga færi að ganga niður í upphafi þessa árs, síðan á haustmánuðum þessa árs en nú er reiknað með að hún fari ekki að hjaðna fyrr en í upphafi næsta árs og hún verði komin að markmiðinu eftir um ár. Ásgeir segir hækkun vaxta nú meðal annars hafa áhrif á fjármögnun húsnæðislána. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka aðrir þættir, það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig. Þannig að við erum aðeins mildilega séð að reyna að hægja á hagkerfinu. Svo hillir undir að farsóttin verði á enda og þá væntanlega fer ferðaþjónustan að taka við sér,“ segir Ásgeir. Reiknað er með að farþegum til landsins fjölgi minna á þessu ári en áður var spáð og þeir verði rúmlega 600 þúsund. Þeir verði hins vegar 1,5 milljónir á næsta ári og hagvöxtur verði þá fimm prósent. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Samkvæmt þessari ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans eru meginvextir nú eitt prósent. Helstu ástæður eru miklar hækkanir á verði hrávöru í útlöndum eins og olíu og aukinn verðbólguþrýstingur innanlands vegna mikillar hækkunar launa og fasteignaverðs, að mati peningastefnunefndar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahasáfall þjóðarbúsins nú vera vegna mikils samdráttar í útflutningi þjónustu. Það er að segja vegna hruns ferðaþjónustunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar „Við erum að sjá verðbólgan er að hækka aðeins meira en við höfðum búist við. Við gáfum töluvert mikinn slaka út á síðasta ári. Lækkuðum vexti niður í 0,75 prósent. Þessar vaxtalækkanir eru að virka mjög vel og í ljósi þess teljum við að við þurfum að toga aðeins til baka,“ segir Ásgeir. Með öðrum orðum eftirspurn og neysla hefur aukist of mikið að mati bankans. Verðbólga nú mælist 4,6 prósent sem er mun meiri verðbólga en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5 prósent. Fyrri spár höfðu gert ráð fyrir að verðbólga færi að ganga niður í upphafi þessa árs, síðan á haustmánuðum þessa árs en nú er reiknað með að hún fari ekki að hjaðna fyrr en í upphafi næsta árs og hún verði komin að markmiðinu eftir um ár. Ásgeir segir hækkun vaxta nú meðal annars hafa áhrif á fjármögnun húsnæðislána. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka aðrir þættir, það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig. Þannig að við erum aðeins mildilega séð að reyna að hægja á hagkerfinu. Svo hillir undir að farsóttin verði á enda og þá væntanlega fer ferðaþjónustan að taka við sér,“ segir Ásgeir. Reiknað er með að farþegum til landsins fjölgi minna á þessu ári en áður var spáð og þeir verði rúmlega 600 þúsund. Þeir verði hins vegar 1,5 milljónir á næsta ári og hagvöxtur verði þá fimm prósent.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19. maí 2021 10:33
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1 prósent. 19. maí 2021 08:30