Vann fyrsta titilinn með Chiesa og þann síðasta 22 árum síðar með syni hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2021 17:00 Gianluigi Buffon kvaddi Juventus í gærkvöldi með bikarmeistaratitli. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Gianluigi Buffon náði því í gærkvöldi að verða ítalskur bikarmeistari 22 árum eftir að hann vann ítalska bikarinn fyrst á ferlinum. Buffon stóð þá í marki Juventus sem vann 2-1 sigur á Atalanta í úrslitaleiknum. Þetta var væntanlega síðasti leikur hans í treyju Juventus. Hinn 43 ára gamli Gianluigi Buffon fær ekki annan samning hjá Juventus en það er þó allt eins líklegt að hann finni sér nýtt lið. Buffon vann ítalska bikarinn fyrst með Parma árið 1999 en með honum í því liði var Enrico Chiesa. In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia playing alongside Enrico Chiesa at Parma. Fast forward 22 years, and Buffon has won his sixth Coppa Italia playing alongside Enrico s own son Federico. Timeless. pic.twitter.com/oUYXGUNdHB— These Football Times (@thesefootytimes) May 19, 2021 Svo skemmtilega vill til að sá sem skoraði sigurmark Juventus í leiknum er enginn annar en Federico Chiesa sem er sonur Enrico. Federico Chiesa er fæddur í október 1997 en á þeim tíma voru faðir hans og Buffon að spila með Parma liðinu. Tímabilið sem Federico kom í heiminn þá spilaði Buffon 32 deildarleiki með Parma í ítölsku deildinni og Chiesa skoraði 10 mörk í 33 deildarleikjum. Parma endaði þá í sjötta sæti í deildinni og komast í undanúrslit bikarsins. In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia alongside Enrico Chiesa at Parma Calcio 1913 22 years later, Buffon wins his last trophy for Juventus, a Coppa Italia, alongside match-winner Federico Chiesa Gigi's longevity at the top is extraordinary pic.twitter.com/Tyy929SYLu— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 20, 2021 Liðið lék það tímabil einnig í Meistaradeildinni og skoraði Enrico Chiesa alls 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu þar sem sex þeirra í Meistaradeildinni. Gianluigi Buffon varð ítalskur bikarmeistari í sjötta sinn í gær en auk bikarmeistaratitilsins með Parma 1999 og þess í gær þá vann hann með Juventus 2015, 2016, 2017 og 2018. Enginn hefur unnið ítalska bikarinn oftar en Buffon og Roberto Mancini deila nú metinu saman. Federico Chiesa post-match: My first words to Gigi Buffon at the final whistle were do you remember when you won the Coppa Italia with my Dad (in 1999) !Incredible #CoppaItaliaFinal pic.twitter.com/tl5KrLhds1— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) May 19, 2021 Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Buffon stóð þá í marki Juventus sem vann 2-1 sigur á Atalanta í úrslitaleiknum. Þetta var væntanlega síðasti leikur hans í treyju Juventus. Hinn 43 ára gamli Gianluigi Buffon fær ekki annan samning hjá Juventus en það er þó allt eins líklegt að hann finni sér nýtt lið. Buffon vann ítalska bikarinn fyrst með Parma árið 1999 en með honum í því liði var Enrico Chiesa. In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia playing alongside Enrico Chiesa at Parma. Fast forward 22 years, and Buffon has won his sixth Coppa Italia playing alongside Enrico s own son Federico. Timeless. pic.twitter.com/oUYXGUNdHB— These Football Times (@thesefootytimes) May 19, 2021 Svo skemmtilega vill til að sá sem skoraði sigurmark Juventus í leiknum er enginn annar en Federico Chiesa sem er sonur Enrico. Federico Chiesa er fæddur í október 1997 en á þeim tíma voru faðir hans og Buffon að spila með Parma liðinu. Tímabilið sem Federico kom í heiminn þá spilaði Buffon 32 deildarleiki með Parma í ítölsku deildinni og Chiesa skoraði 10 mörk í 33 deildarleikjum. Parma endaði þá í sjötta sæti í deildinni og komast í undanúrslit bikarsins. In 1999, Gianluigi Buffon won his first Coppa Italia alongside Enrico Chiesa at Parma Calcio 1913 22 years later, Buffon wins his last trophy for Juventus, a Coppa Italia, alongside match-winner Federico Chiesa Gigi's longevity at the top is extraordinary pic.twitter.com/Tyy929SYLu— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 20, 2021 Liðið lék það tímabil einnig í Meistaradeildinni og skoraði Enrico Chiesa alls 21 mark í öllum keppnum á tímabilinu þar sem sex þeirra í Meistaradeildinni. Gianluigi Buffon varð ítalskur bikarmeistari í sjötta sinn í gær en auk bikarmeistaratitilsins með Parma 1999 og þess í gær þá vann hann með Juventus 2015, 2016, 2017 og 2018. Enginn hefur unnið ítalska bikarinn oftar en Buffon og Roberto Mancini deila nú metinu saman. Federico Chiesa post-match: My first words to Gigi Buffon at the final whistle were do you remember when you won the Coppa Italia with my Dad (in 1999) !Incredible #CoppaItaliaFinal pic.twitter.com/tl5KrLhds1— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) May 19, 2021
Ítalski boltinn Ítalía Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira