Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2021 13:25 Hraunáin rennur yfir neyðarruðninginn í gær. Starfsmenn fylgjast með uppi í hlíðinni til hægri. Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. Hraunáin spratt undan storknuðu yfirborði hraunsins.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís, sem hafa umsjón með gerð varnargarðanna í syðsta Meradalnum, tóku eftir því um þrjúleytið í gær að fljótandi hraunelfur kom undan storknuðu hrauninu og tók á rás meðfram eystri jaðri hraunsins með vesturhlíðum fjallsins Stóra Hrúts og Langahryggs. Hraunáin flæðir yfir neyðargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Þegar séð var að hraunáin stefndi á eystri varnargarðinn var gripið til þess í skyndi að fá jarðýtu til að ryðja upp neyðargarði í von um að stöðva hana. Sá garður hægði aðeins á hraunrennslinu en fljótlega flæddi hraunið yfir hann, að sögn Ólafs Þór Rafnssonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal fyrr í vikunni.Egill Aðalsteinsson Hraunið átti þá greiða leið að eystri varnargarðinum, sem kominn var upp í fjögurra metra hæð. Þar sem óttast var að hraunið kæmist yfir garðinn var ákveðið að fara strax í að bæta ofan á hann eins og hálfs metra háum neyðarruðningi. Hraunið er byrjað að staflast upp við eystri varnargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að þetta hafi verið mikill hasar frá miðjum degi og fram á nótt en unnið var að þessu fram yfir miðnætti. Önnur jarðýta var fengin á svæðið í gærkvöldi til að hjálpa til og eru þær núna tvær og ein grafa. Í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Hörn að hraunið væri núna komið upp að öllum eystri garðinum en væri ekki enn farið yfir hann. Hraun væri einnig að renna hægt að vestari garðinum. Ástandið virtist núna vera stöðugt en veður gæti skjótt skipast í lofti. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hraunáin spratt undan storknuðu yfirborði hraunsins.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís, sem hafa umsjón með gerð varnargarðanna í syðsta Meradalnum, tóku eftir því um þrjúleytið í gær að fljótandi hraunelfur kom undan storknuðu hrauninu og tók á rás meðfram eystri jaðri hraunsins með vesturhlíðum fjallsins Stóra Hrúts og Langahryggs. Hraunáin flæðir yfir neyðargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Þegar séð var að hraunáin stefndi á eystri varnargarðinn var gripið til þess í skyndi að fá jarðýtu til að ryðja upp neyðargarði í von um að stöðva hana. Sá garður hægði aðeins á hraunrennslinu en fljótlega flæddi hraunið yfir hann, að sögn Ólafs Þór Rafnssonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal fyrr í vikunni.Egill Aðalsteinsson Hraunið átti þá greiða leið að eystri varnargarðinum, sem kominn var upp í fjögurra metra hæð. Þar sem óttast var að hraunið kæmist yfir garðinn var ákveðið að fara strax í að bæta ofan á hann eins og hálfs metra háum neyðarruðningi. Hraunið er byrjað að staflast upp við eystri varnargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að þetta hafi verið mikill hasar frá miðjum degi og fram á nótt en unnið var að þessu fram yfir miðnætti. Önnur jarðýta var fengin á svæðið í gærkvöldi til að hjálpa til og eru þær núna tvær og ein grafa. Í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Hörn að hraunið væri núna komið upp að öllum eystri garðinum en væri ekki enn farið yfir hann. Hraun væri einnig að renna hægt að vestari garðinum. Ástandið virtist núna vera stöðugt en veður gæti skjótt skipast í lofti.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11