Eurovisionvaktin: Meira að segja Daði Freyr er sófakartafla í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2021 17:31 Spennan er rafmögnuð fyrir kvöldinu. Komast Daði Freyr og Gagnamagnið áfram? Vísir/HjaltiFreyr Síðara undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld og nú er komið að Íslandi. Daði og Gagnamagnið eru áttunda atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó á að vera geggjuð. Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. Ekki frekar en á fyrra undanúrslitakvöldinu. En þá að praktískum atriðum. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sautján landa í eftirfarandi röð: San Marínó, Eistland, Tékkland, Grikkland, Austurríki, Pólland, Moldóva, Ísland, Serbía, Georgía, Albanía, Portúgal, Búlgaría, Finnland, Lettland, Sviss og Danmörk. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Þar keppa 26 þjóðir um sigurinn. Í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Smit í herbúðum íslenska teymisins gerir það að verkum að Daði og Gagnamagnið verða á hóteli sínu í kvöld og fylgjast með, í sófa og kannski með nasl eins og flestir landsmenn. Aðstöðu hefur þó verið komið fyrir á þaki hótelsins svo vonandi bregður okkar fólki fyrir í „Græna herberginu“ með einum eða öðrum hætti. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. Ekki frekar en á fyrra undanúrslitakvöldinu. En þá að praktískum atriðum. Útsendingin hefst klukkan 19 að íslenskum tíma og á svið stíga fulltrúar sautján landa í eftirfarandi röð: San Marínó, Eistland, Tékkland, Grikkland, Austurríki, Pólland, Moldóva, Ísland, Serbía, Georgía, Albanía, Portúgal, Búlgaría, Finnland, Lettland, Sviss og Danmörk. Þau tíu lönd sem hljóta náð fyrir augum Evrópubúa og dómnefndar komast áfram á úrslitakvöld keppninnar, sem fram fer á laugardag. Þar keppa 26 þjóðir um sigurinn. Í vaktinni hér fyrir neðan svo má nálgast beina textalýsingu Vísis frá keppni kvöldsins, auk viðbótarfróðleiks og Eurovision-meinfýsni af Graham Norton-kalíberi. Lokið Twitter, rífið ykkur í gang og tjúnið inn á Eurovisionvaktina í kvöld. Ábendingar og vangaveltur sem átt gætu í vaktina sendist á kro@stod2.is.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. 18. maí 2021 17:31 Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Eurovisionvaktin: Engum hlíft á fyrra undankvöldinu Fyrra undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld. Hér í Eurovisionvaktinni, sem finna má neðst í fréttinni, fylgist sérlegur Eurovision-sérfræðingur Vísis með atriðum kvöldsins; rýnir þau, dæmir og setur jafnvel í sögulegt samhengi. Ekkert er henni óviðkomandi - og engum verður hlíft. 18. maí 2021 17:31