Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2021 18:11 Í farangri konunnar sem var handtekinn í desember fundust fimm þúsund MDMA töflur, hundrað LSD töflur og fimm kíló af kannabisefnum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór. Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór.
Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira