Þjáðist af kvíða og kvíðaköstum og vildi gera allt til að hætta að finna til Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2021 07:54 „Það er mikið af mömmu í mér,“ segir prinsinn. epa/Vickie Flores Harry Bretaprins þjáðist af kvíða og fékk alvarleg kvíðaköst þegar hann var yngri. Þá drakk hann stundum „vikuskammt“ af áfengi á einu kvöldi til að takast á við dauða móður sinnar og var tilbúinn til að gera allt til að hætta að finna til löngu seinna. Þetta kemur fram í samtali Harry og Opruh Winfrey í nýjum þáttum þeirra um geðheilbrigði, The Me You Can't See. Harry segist hafa upplifað aldursárin 28 til 32 sem „martröð“, þar sem hann þjáðist af alvarlegum kvíða og fékk kvíðaköst. „Ég var bara út á þekju andlega,“ segir hann. „Í hvert sinn sem ég klæddist í jakkaföt og setti á mig bindi, og þurfti að setja mig í stellingar og segja: Ok, spariandlitið... Horfa í spegilinn og segja: Ok, hjólum í þetta... Ég hafði ekki einu sinni yfirgefið húsið áður en ég var orðinn blautur af svita. Ég var í „flýja eða berjast“ gírnum.“ Harry segist hafa verið viljugur til að drekka, taka eiturlyf eða gera hvað annað sem hjálpaði honum til að hætta að upplifa þær tilfinningar sem sóttu á hann. Þá hefði hann drukkið „vikuskammt“ af áfengi á föstudags- eða laugardagskvöldi til að fela líðan sína. Díana lést í bílslysi í París 31. ágúst 1997.epa/Will Oliver Prinsinn gekk á eftir kistu móður sinnar við útför hennar þegar hann var aðeins 13 ára gamall. „Það sem ég man sterkast eftir er hófadynurinn þegar við gengum eftir götunni,“ segir hann. „Það var eins og ég væri fyrir utan líkama minn og gerði bara það sem ætlast var til af mér. Ég sýndi einn tíunda af þeim tilfinningum sem aðrir sýndu: Þetta var mamma mín, þið hittuð hana ekki einu sinni.“ Harry sagði tíu árin í hernum hefði verið besti tími lífs síns, þar sem allir komu fram við hann eins og hvern annan hermann. Hann sagði að fjölskyldumeðlimir hefðu ráðlagt honum að auðvelda sér lífið með því að „spila bara með“. „En það er mikið af mömmu í mér. Mér líður eins og ég standi utan kerfisins en ég er samt fastur innan þess. Eina leiðin til að öðlast frelsi og komast út er að segja sannleikann.“ BBC greindi frá. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Þetta kemur fram í samtali Harry og Opruh Winfrey í nýjum þáttum þeirra um geðheilbrigði, The Me You Can't See. Harry segist hafa upplifað aldursárin 28 til 32 sem „martröð“, þar sem hann þjáðist af alvarlegum kvíða og fékk kvíðaköst. „Ég var bara út á þekju andlega,“ segir hann. „Í hvert sinn sem ég klæddist í jakkaföt og setti á mig bindi, og þurfti að setja mig í stellingar og segja: Ok, spariandlitið... Horfa í spegilinn og segja: Ok, hjólum í þetta... Ég hafði ekki einu sinni yfirgefið húsið áður en ég var orðinn blautur af svita. Ég var í „flýja eða berjast“ gírnum.“ Harry segist hafa verið viljugur til að drekka, taka eiturlyf eða gera hvað annað sem hjálpaði honum til að hætta að upplifa þær tilfinningar sem sóttu á hann. Þá hefði hann drukkið „vikuskammt“ af áfengi á föstudags- eða laugardagskvöldi til að fela líðan sína. Díana lést í bílslysi í París 31. ágúst 1997.epa/Will Oliver Prinsinn gekk á eftir kistu móður sinnar við útför hennar þegar hann var aðeins 13 ára gamall. „Það sem ég man sterkast eftir er hófadynurinn þegar við gengum eftir götunni,“ segir hann. „Það var eins og ég væri fyrir utan líkama minn og gerði bara það sem ætlast var til af mér. Ég sýndi einn tíunda af þeim tilfinningum sem aðrir sýndu: Þetta var mamma mín, þið hittuð hana ekki einu sinni.“ Harry sagði tíu árin í hernum hefði verið besti tími lífs síns, þar sem allir komu fram við hann eins og hvern annan hermann. Hann sagði að fjölskyldumeðlimir hefðu ráðlagt honum að auðvelda sér lífið með því að „spila bara með“. „En það er mikið af mömmu í mér. Mér líður eins og ég standi utan kerfisins en ég er samt fastur innan þess. Eina leiðin til að öðlast frelsi og komast út er að segja sannleikann.“ BBC greindi frá.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila