Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. maí 2021 20:00 Manni bjargað úr rústum fjölbýlishúss á Gaza. AP/Khalil Hamra Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“ Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira
Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“
Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Sjá meira