Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. maí 2021 20:00 Manni bjargað úr rústum fjölbýlishúss á Gaza. AP/Khalil Hamra Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“ Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“
Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira