Sunna Gunnlaugsdóttir valin bæjarlistamaður Kópavogs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2021 11:41 Sunna stendur hér fyrir miðju ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og Karen Elísabetu Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs Kópavogs. Kópavogsbær Sunna Gunnlaugsdóttir, jazzpíanisti, hefur verið valin Bæjarlistamaður Kópavogs 2021. Þetta var tilkynnt í Salnum í gær en Sunna hefur verið áberandi í tónlistarsenunni um áratugaskeið. „Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar er hreykið af þessari niðurstöðu. Sunna Gunnlaugsdóttir er frábær tónlistarkona sem á farsælan feril að baki erlendis og hér heima og hefur átt sinn þátt í að byggja upp blómlegt tónlistarlíf Kópavogsbæjar, meðal annars með tónlistarhátíðinni Jazz í Salnum. Við hlökkum til samstarfsins með henni næsta árið,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar, um valið á bæjarlistamanni 2021 í tilkynningu. Sunna hefur gefið frá sér ellefu geisladiska sem hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi og erlendis og hafa þeir náð inn í efstu sæti vinsældarlista á jazzútvarpstöðum bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrsta plata Sunnu, Mindful, var valin meðal 10 bestu diska ársins af blaðinu Virginian Pilot árið 2000. Sunna hefur hlotið fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var valin flytjandi ársins árið 2015 og 2019. Tríó hennar, Þorgríms Jónssonar og Scott McLemore hefur notið mikillar hylli og var valið Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2013. Sunna tekur við keflinu sem bæjarlistamaður af Herra Hnetusmjöri. Kópavogur Tónlist Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar er hreykið af þessari niðurstöðu. Sunna Gunnlaugsdóttir er frábær tónlistarkona sem á farsælan feril að baki erlendis og hér heima og hefur átt sinn þátt í að byggja upp blómlegt tónlistarlíf Kópavogsbæjar, meðal annars með tónlistarhátíðinni Jazz í Salnum. Við hlökkum til samstarfsins með henni næsta árið,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar, um valið á bæjarlistamanni 2021 í tilkynningu. Sunna hefur gefið frá sér ellefu geisladiska sem hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi og erlendis og hafa þeir náð inn í efstu sæti vinsældarlista á jazzútvarpstöðum bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrsta plata Sunnu, Mindful, var valin meðal 10 bestu diska ársins af blaðinu Virginian Pilot árið 2000. Sunna hefur hlotið fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var valin flytjandi ársins árið 2015 og 2019. Tríó hennar, Þorgríms Jónssonar og Scott McLemore hefur notið mikillar hylli og var valið Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2013. Sunna tekur við keflinu sem bæjarlistamaður af Herra Hnetusmjöri.
Kópavogur Tónlist Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira