Hafa æft pósur fyrir lokakvöldið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 13:00 Hulda í Gagnamagninu. Getty/Dean Mouhtaropoulos Daði og gagnamagnið hafa undirbúið skemmtilegar pósur fyrir augnablikið þegar myndavélin beinist að þeim í græna herberginu í úrslitakeppni Eurovision í kvöld. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur í gagnamagninu, lýsir síðustu dögum sem tilfinningarússíbana. Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu "á svið" á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Vegna kórónuveirusmits Jóhanns Sigurðar í Gagnamagninu mun sveitin ekki flytja lag sitt í beinni útsendingu og verður þess í stað áfram notast við upptökuna frá seinni æfingu hópsins, þá sömu og skilaði laginu í úrslitin. „Ég get ekki neitað því að maður er búinn að fara allan skalann en við erum bara að hringja í hvert annað öðru hvoru eða nokkrum sinnum á dag og erum bara frekar góð miðað við,“ segir Hulda Kristín. Hafa æft pósur fyrir kvöldið Hópurinn hefur verið í sóttkví síðustu daga en Hulda Kristín segir að þau fari í seinni sýnatöku á eftir. Daði Freyr Pétursson tísti nú fyrir skömmu að hann hefði greinst neikvæður í seinni sýnatökunni. I just tested negative again... so that s something— Daði Freyr (@dadimakesmusic) May 22, 2021 Hún er mjög spennt fyrir kvöldinu. „Við verðum aftur uppi á sjöundu hæð þar sem er búið að gera grænt herbergi fyrir okkur, í góðra vina hópi og höldum okkar fjarlægð. Við ætluðum að fá okkur einhvern kvöldmat saman og síðan verður keppnin sjúklega löng í kvöld því þetta eru 26 atriði en það verður bara ógeðslega gaman að fylgjast með,“ segir Hulda Kristín. Eruði með einhver plön um það sem þið ætlið að gera þegar myndavélarnar beinast að ykkur í kvöld? „Við erum með nokkrar pósur. Daði var að æfa rosalega skemmtilegt í gær en þetta kemur allt í ljós,“ segir Hulda Kristín. „Þetta er alveg grilluð upplifun“ Sem fyrr segir verður notast við sömu upptöku í kvöld. „Þetta er bara svo góð upptaka. Mér finnst hún ekki eldast. Hún virkar vel og þetta er bara eins og við séum live. Það er svo fyndið að horfa á þetta og vera bara: vá, ég er á sviðinu en ég er ekki á sviðinu. Þetta er alveg grilluð upplifun.“ Hulda Kristín segist vongóð um að þau vinni jafnvel keppnina. „Ég meina við erum í topp sex núna og á góðum stað í kvöldinu þannig ég er bara spennt að sjá og frekar vongóð,“ segir Hulda Kristín. Á undanúrslitakeppninni á fimmtudag vakti Hulda Kristín athygli fyrir að veifa svokölluðum Pan-sexual fána í beinni útsendingu úr græna herberginu en Hulda er pan-kynhneigð. Grét yfir góðum viðbrögðum eftir að hafa veifað Pan-fána „Pan-sexual er í rauninni að aðlagast meira að persónuleika heldur en einhverju líkamsbundnu, það skiptir ekki máli hvort það sé hann, hún eða hán. Maður bara elskar það sem maður elskar,“ segir Hulda Kristín og bætir við að hún hafi fengið mikla og góða athygli eftir að hafa veifað fánanum. „Ég er búin að fá svo ótrúlega falleg skilaboð frá allskonar fólki héðan og þaðan úr heiminum. Ég er bara búin að vera grátandi yfir símanum,“ segir Hulda Kristín. Allir nema Jói heim á morgun Hulda segir að allir gagnamagnsmeðlimir, fyrir utan Jóhann Sigurð sem er kallaður Jói, fari heim á morgun. Sem fyrr segir greinist hann smitaður af kórónuveirunni á miðvikudag. Hann fari aftur í próf á mánudag. „Hann er búinn að fara upp og niður, allar sveiflurnar. Hann er með playstation-ið í herberginu. Hann er að fá sér mikið af indverskum mat til að „boozta imunity-ið“ og svona. En annars er hann bara í stuði og ekki með nein einkenni,“ segir Hulda Kristín. Eurovision Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu "á svið" á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í kvöld. Vegna kórónuveirusmits Jóhanns Sigurðar í Gagnamagninu mun sveitin ekki flytja lag sitt í beinni útsendingu og verður þess í stað áfram notast við upptökuna frá seinni æfingu hópsins, þá sömu og skilaði laginu í úrslitin. „Ég get ekki neitað því að maður er búinn að fara allan skalann en við erum bara að hringja í hvert annað öðru hvoru eða nokkrum sinnum á dag og erum bara frekar góð miðað við,“ segir Hulda Kristín. Hafa æft pósur fyrir kvöldið Hópurinn hefur verið í sóttkví síðustu daga en Hulda Kristín segir að þau fari í seinni sýnatöku á eftir. Daði Freyr Pétursson tísti nú fyrir skömmu að hann hefði greinst neikvæður í seinni sýnatökunni. I just tested negative again... so that s something— Daði Freyr (@dadimakesmusic) May 22, 2021 Hún er mjög spennt fyrir kvöldinu. „Við verðum aftur uppi á sjöundu hæð þar sem er búið að gera grænt herbergi fyrir okkur, í góðra vina hópi og höldum okkar fjarlægð. Við ætluðum að fá okkur einhvern kvöldmat saman og síðan verður keppnin sjúklega löng í kvöld því þetta eru 26 atriði en það verður bara ógeðslega gaman að fylgjast með,“ segir Hulda Kristín. Eruði með einhver plön um það sem þið ætlið að gera þegar myndavélarnar beinast að ykkur í kvöld? „Við erum með nokkrar pósur. Daði var að æfa rosalega skemmtilegt í gær en þetta kemur allt í ljós,“ segir Hulda Kristín. „Þetta er alveg grilluð upplifun“ Sem fyrr segir verður notast við sömu upptöku í kvöld. „Þetta er bara svo góð upptaka. Mér finnst hún ekki eldast. Hún virkar vel og þetta er bara eins og við séum live. Það er svo fyndið að horfa á þetta og vera bara: vá, ég er á sviðinu en ég er ekki á sviðinu. Þetta er alveg grilluð upplifun.“ Hulda Kristín segist vongóð um að þau vinni jafnvel keppnina. „Ég meina við erum í topp sex núna og á góðum stað í kvöldinu þannig ég er bara spennt að sjá og frekar vongóð,“ segir Hulda Kristín. Á undanúrslitakeppninni á fimmtudag vakti Hulda Kristín athygli fyrir að veifa svokölluðum Pan-sexual fána í beinni útsendingu úr græna herberginu en Hulda er pan-kynhneigð. Grét yfir góðum viðbrögðum eftir að hafa veifað Pan-fána „Pan-sexual er í rauninni að aðlagast meira að persónuleika heldur en einhverju líkamsbundnu, það skiptir ekki máli hvort það sé hann, hún eða hán. Maður bara elskar það sem maður elskar,“ segir Hulda Kristín og bætir við að hún hafi fengið mikla og góða athygli eftir að hafa veifað fánanum. „Ég er búin að fá svo ótrúlega falleg skilaboð frá allskonar fólki héðan og þaðan úr heiminum. Ég er bara búin að vera grátandi yfir símanum,“ segir Hulda Kristín. Allir nema Jói heim á morgun Hulda segir að allir gagnamagnsmeðlimir, fyrir utan Jóhann Sigurð sem er kallaður Jói, fari heim á morgun. Sem fyrr segir greinist hann smitaður af kórónuveirunni á miðvikudag. Hann fari aftur í próf á mánudag. „Hann er búinn að fara upp og niður, allar sveiflurnar. Hann er með playstation-ið í herberginu. Hann er að fá sér mikið af indverskum mat til að „boozta imunity-ið“ og svona. En annars er hann bara í stuði og ekki með nein einkenni,“ segir Hulda Kristín.
Eurovision Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira