Körfubolti

Elvar fékk verðlaunin afhent áður en lið hans féll úr keppni

Valur Páll Eiríksson skrifar
E2AEEw4WYAIx5lB.jfif

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai eru úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í litáísku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir stórtap í dag. Elvar Már fékk fyrir leik afhent verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar.

Siauliai lenti í sjöunda sæti deildarinnar og mætti þar af leiðandi liði Rytas, sem lenti í öðru sæti, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tveir leikir duga til að fara áfram í næstu umferð en Rytas vann fyrsta leik liðanna örugglega 98-60.

Siauliai beit frá sér í upphafi í dag og var staðan 20-19 þeim í vil eftir fyrsta leikhlutann. Eftir það fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina þar sem Rytas skoraði 37 stig gegn 12 í öðrum leikhlutanum. Siauliai sá aldrei til sólar eftir það og tapaði að endingu með 31 stigs mun, 101-70.

Rytas er því komið áfram í næstu umferð er tímabilinu hjá Elvar Má og félögum lokið. Elvar Már kom lítið sem ekkert við sögu í dag og spilaði aðeins rúmar 20 sekúndur og má því leiða líkur að því að hann hafi meiðst. Hann náði þrátt fyrir þann örstutta leiktíma að skora tvö stig, úr sínu eina skoti í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×