Allt fer úrskeiðis hjá konunni í glugganum Heiðar Sumarliðason skrifar 24. maí 2021 13:30 Það fer allt úrskeiðis hjá konunni í glugganum. Woman in the Window átti að vera svokölluðu „prestige picture“ fyrir FOX 2000. Hér átti að hóa í mannskap sem myndi skila FOX-apparatinu Óskarstilnefningum. Svo fór því miður ekki, þar sem myndin endaði á Netflix, sem er hið nýja beint á VHS. Það voru tveir ofurframleiðendur sem ýttu verkefninu úr vör, forseti FOX 2000 Elizabeth Gabler og Scott Rudin, þegar þau keyptu óbirta skáldsögu eftir nýliðann Dan Mallory. Áður en myndin fór í framleiðslu var FOX hins vegar selt til Disney og Gabler hélt til Sony. Þá varð Rudin, sem nýlega var slaufað fyrir hegðun sína, aðalframleiðandi verkefnisins. Eftir sátu leikstjórinn Joe Wright, allar stjörnurnar sem búið var að ráða í verkið, sem og leikskáldið Tracy Letts, sem skrifaði handritið. Vefritið Indiewire gerði nýlega að því skóna að missirinn í Gabler hafi verið verkefninu mjög skaðlegur, þar sem hún sé sérfræðingur í því að landa gæða efni fyrir fullorðna. Nú er ég ekki að segja að eina ástæðan fyrir því að mynd sem átti að skila Óskarstilefningum, en endaði á Netflix, sé sú að Gabler hafi stokkið frá borði, en það má velta því fyrir sér. Hún hefur nefnilega verið þekkt fyrir að skila af sér verkefnum sem þessum í einstaklega góðu ásigkomulagi. Og líkt og oft er sagt, eftir höfðinu dansa limirnir. Þrátt fyrir allar þær Óskarstilnefningar sem hópurinn á bak við myndina hefur af að státa, er Woman in the Window töluvert nær Golden Raspberry skammarverðlaunum en gullnu styttunni. Miðað við þær einkunnir sem myndin er að fá á IMDB.COM, Metacritic og Rotten Tomatoes er hún hvorki að falla í kramið hjá áhorfendum né gagnrýnendum. Fátt til tekna Ég var því staðráðinn í að finna henni eitthvað til tekna (mögulega einhver vísir að mótþróaþrjóskuröskun hjá undirrituðum), en allt kom fyrir ekki, því fátt er um fína drætti. Eftir að hafa rennt yfir nokkra dóma erlenda rýna sýnist mér leikstjórinn Joe Wright bera hitann og þungann af napuryrðum kollega minna í gagnrýnendastétt. Að ígrunduðu máli get ég nú ekki verið sammála því. Ef leita á að sökudólgum, liggja mistökin hjá höfundunum, Letts og Mallory. Leikstjórinn sýnist mér gera ágæta hluti með meingallaðan efnivið og margt í vinnu höfundanna er auðvelt að bera kennsl á sem grundvallarmistök. Allt til að þjónusta framvindu Líkt og má sjá í stiklunni er Woman in the Window einskonar „ekki er allt eins og það sýnist“ mynd. Það er einmitt það sem skapar helsta vanda hennar. Grundvallaratriði í persónusköpun er að þér þarf ekki endilega að líka vel við aðalpersónu, þú þarft í raun bara að skilja hvers vegna hún gerir það sem hún gerir. Þar sem persónusköpunin hér er ekki gerð til að þjóna vel sagðri sögu, heldur twistinu, fellur hún gjörsamlega um sjálfa sig. Það er einmitt eitt af þessum twistum sem verður til þess að ekki er hægt að skapa aðalpersónu sem áhorfendur tengja við. Það er mjög erfitt að skapa kvikmynd þar sem öllu er snúið á haus á ákveðnum tímapunkti og það tekst því miður ekki hér. Þetta verður að skrifast á höfundana. Það er þó erfitt að meta hvar klúðrið liggur, hvort einhver óyfirstíganlegur galli sé í skáldsögunni sjálfri, eða hvort Letts geri mistökin í aðlöguninni. Sjálfsagt er það beggja blands. Hins vegar verða stirð samtöl og framvinda að skrifast algjörlega á Letts, enda er það í hans verkahring að færa bókina yfir á flæðandi leikbært form. Grunnframvinda sögunnar hjálpar þó ekki til, þar sem hún virkar einstaklega þvinguð þegar hún er færð í kvikmyndað form. Þetta tengist aftur inn í það að hún er öll í þjónustu twistsins. Áhorfandinn sér í gegnum plottið og er í raun aðeins að bíða þess að allt molni og breytist, því er í raun engin ástæða til að fjárfesta tilfinningalega í því sem er í gangi á skjánum. Hey! Hvað eruð þið að gera þarna úti? Plottið sjálft er svo þungt í vöfum að fyrsti leikþáttur fer langt fram yfir öll eðlilega tímamörk miðað við heildarlengd myndarinnar. Það eitt og sér ætti að hafa hringt einhverjum viðvörunarbjöllum. Því er lokaniðurstaðan kvikmynd með allt of þungri uppstillingu (set-up), þvingaðri framvindu og enda sem skilur ekki eftir neitt nema tómleikatilfinningu, svo ekki sé talað um lokaorrustu myndarinnar. Hún er tilgerðarlega klisja, sem er móðgandi við alla áhorfendur sem hafa séð fleiri en hundrað kvikmyndir um ævina. Ef ekkert sem þú sérð á skjánum er raunverulegt og satt, hver er þá tilgangurinn? Ef Woman in the Window á að vera svar við þeirra spurningu, þá er svarið enginn. Niðurstaða: Woman in the Window er þunglamaleg tilraun til spennumyndargerðar, en hún fellir sjálfa sig við hvert tækifæri. Útkoman er það slöpp að kvikmyndaverið hafði svo litla trú á myndinni að hún var send beint á Netflix. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það voru tveir ofurframleiðendur sem ýttu verkefninu úr vör, forseti FOX 2000 Elizabeth Gabler og Scott Rudin, þegar þau keyptu óbirta skáldsögu eftir nýliðann Dan Mallory. Áður en myndin fór í framleiðslu var FOX hins vegar selt til Disney og Gabler hélt til Sony. Þá varð Rudin, sem nýlega var slaufað fyrir hegðun sína, aðalframleiðandi verkefnisins. Eftir sátu leikstjórinn Joe Wright, allar stjörnurnar sem búið var að ráða í verkið, sem og leikskáldið Tracy Letts, sem skrifaði handritið. Vefritið Indiewire gerði nýlega að því skóna að missirinn í Gabler hafi verið verkefninu mjög skaðlegur, þar sem hún sé sérfræðingur í því að landa gæða efni fyrir fullorðna. Nú er ég ekki að segja að eina ástæðan fyrir því að mynd sem átti að skila Óskarstilefningum, en endaði á Netflix, sé sú að Gabler hafi stokkið frá borði, en það má velta því fyrir sér. Hún hefur nefnilega verið þekkt fyrir að skila af sér verkefnum sem þessum í einstaklega góðu ásigkomulagi. Og líkt og oft er sagt, eftir höfðinu dansa limirnir. Þrátt fyrir allar þær Óskarstilnefningar sem hópurinn á bak við myndina hefur af að státa, er Woman in the Window töluvert nær Golden Raspberry skammarverðlaunum en gullnu styttunni. Miðað við þær einkunnir sem myndin er að fá á IMDB.COM, Metacritic og Rotten Tomatoes er hún hvorki að falla í kramið hjá áhorfendum né gagnrýnendum. Fátt til tekna Ég var því staðráðinn í að finna henni eitthvað til tekna (mögulega einhver vísir að mótþróaþrjóskuröskun hjá undirrituðum), en allt kom fyrir ekki, því fátt er um fína drætti. Eftir að hafa rennt yfir nokkra dóma erlenda rýna sýnist mér leikstjórinn Joe Wright bera hitann og þungann af napuryrðum kollega minna í gagnrýnendastétt. Að ígrunduðu máli get ég nú ekki verið sammála því. Ef leita á að sökudólgum, liggja mistökin hjá höfundunum, Letts og Mallory. Leikstjórinn sýnist mér gera ágæta hluti með meingallaðan efnivið og margt í vinnu höfundanna er auðvelt að bera kennsl á sem grundvallarmistök. Allt til að þjónusta framvindu Líkt og má sjá í stiklunni er Woman in the Window einskonar „ekki er allt eins og það sýnist“ mynd. Það er einmitt það sem skapar helsta vanda hennar. Grundvallaratriði í persónusköpun er að þér þarf ekki endilega að líka vel við aðalpersónu, þú þarft í raun bara að skilja hvers vegna hún gerir það sem hún gerir. Þar sem persónusköpunin hér er ekki gerð til að þjóna vel sagðri sögu, heldur twistinu, fellur hún gjörsamlega um sjálfa sig. Það er einmitt eitt af þessum twistum sem verður til þess að ekki er hægt að skapa aðalpersónu sem áhorfendur tengja við. Það er mjög erfitt að skapa kvikmynd þar sem öllu er snúið á haus á ákveðnum tímapunkti og það tekst því miður ekki hér. Þetta verður að skrifast á höfundana. Það er þó erfitt að meta hvar klúðrið liggur, hvort einhver óyfirstíganlegur galli sé í skáldsögunni sjálfri, eða hvort Letts geri mistökin í aðlöguninni. Sjálfsagt er það beggja blands. Hins vegar verða stirð samtöl og framvinda að skrifast algjörlega á Letts, enda er það í hans verkahring að færa bókina yfir á flæðandi leikbært form. Grunnframvinda sögunnar hjálpar þó ekki til, þar sem hún virkar einstaklega þvinguð þegar hún er færð í kvikmyndað form. Þetta tengist aftur inn í það að hún er öll í þjónustu twistsins. Áhorfandinn sér í gegnum plottið og er í raun aðeins að bíða þess að allt molni og breytist, því er í raun engin ástæða til að fjárfesta tilfinningalega í því sem er í gangi á skjánum. Hey! Hvað eruð þið að gera þarna úti? Plottið sjálft er svo þungt í vöfum að fyrsti leikþáttur fer langt fram yfir öll eðlilega tímamörk miðað við heildarlengd myndarinnar. Það eitt og sér ætti að hafa hringt einhverjum viðvörunarbjöllum. Því er lokaniðurstaðan kvikmynd með allt of þungri uppstillingu (set-up), þvingaðri framvindu og enda sem skilur ekki eftir neitt nema tómleikatilfinningu, svo ekki sé talað um lokaorrustu myndarinnar. Hún er tilgerðarlega klisja, sem er móðgandi við alla áhorfendur sem hafa séð fleiri en hundrað kvikmyndir um ævina. Ef ekkert sem þú sérð á skjánum er raunverulegt og satt, hver er þá tilgangurinn? Ef Woman in the Window á að vera svar við þeirra spurningu, þá er svarið enginn. Niðurstaða: Woman in the Window er þunglamaleg tilraun til spennumyndargerðar, en hún fellir sjálfa sig við hvert tækifæri. Útkoman er það slöpp að kvikmyndaverið hafði svo litla trú á myndinni að hún var send beint á Netflix.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira