Kári hætti við landsleikina vegna Covid: „Get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns“ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 21:41 Kári Árnason verður ekki með Íslandi í Bandaríkjunum á sunnudagskvöld, þegar liðið mætir Mexíkó. Getty Kári Árnason segir að kórónuveirufaraldurinn sé ástæða þess að hann hafi ákveðið að draga sig út úr landsliðshópnum sem mætir Mexíkó, Póllandi og Færeyjum ytra í vináttulandsleikjum á næstunni. Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Fjöldi fastamanna úr landsliðinu gaf ekki kost á sér í verkefnið og Kári hefur nú bæst í þann hóp vegna aukinnar hættu á kórónuveirusmiti sem fylgt gæti ferðalaginu: „Ég er í áhættuhópi. Ég er með astma og ætla ekki að vera að taka einhverja sénsa,“ sagði Kári í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport, eftir að hafa staðið vaktina með Víkingi í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld. „Þetta er mögulega síðasta tímabilið mitt með Víkingi og í fótbolta yfirhöfuð. Ég er ekki búinn með bólusetningu og ég veit að ef ég fengi Covid þá yrði ég bara frá keppni út tímabilið, mitt síðasta tímabil. Ég get ekki gert Víkingi né sjálfum mér það að taka þennan séns, þó að auðvitað sé hann kannski lítill. Hann er til staðar og aðeins meiri á þessum ferðalögum en hér heima þar sem maður getur tekið því rólega. Þetta er ástæðan,“ sagði Kári. Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla Kári viðurkenndi að Víkingar hefðu oft leikið betur en í kvöld. Þeir komust á toppinn með 1-0 sigri gegn KA í 5. umferð en eru nú tveimur stigum á eftir Val. „Við vorum ekki alveg „on it“ í dag. Ég veit ekki hvort þetta var þreyta eftir Akureyrarferðina eða hvað. Það vantaði herslumuninn í þessu hjá okkur. Við héldum boltanum ágætlega í fyrri hálfleik en það var enginn broddur í þessu þó að við fengjum einhver hálffæri. Við fengum svo klaufalegt mark á okkur en á móti kemur að þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi fyrr en í lokin,“ sagði Kári, sem hrósaði Nikulási Val Gunnarssyni fyrir frábært jöfnunarmark þessa 21 árs gamla Fylkismanns: „Fólk verður að átta sig á því að þetta er heimsklassaafgreiðsla – þetta er ekkert létt, að skalla boltann þaðan í bláhornið. Hattinn ofan fyrir þeim að hafa komið til baka en mér fannst við sýna karakter með því að gera það sem til þurfti til að jafna og svo ætluðum við okkur auðvitað sigur, en þetta var klaufalegt. Við erum ekki alveg komnir á Valsstaðinn; þar sem við getum spilað illa og landað sigrum. Það leit þó þannig út um tíma en svo gerist þetta (jöfnunarmarkið). Ég á eftir að sjá aðdragandann að þessu. Það á enginn að vera að æða út í pressu, eins og mér sýndist Kwame gera þegar Ásgeir var með boltann undir fullri stjórn. Ef að það var staðan er það eitthvað sem við tökum fyrir fyrir næsta leik,“ sagði Kári sem viðurkenndi að álagið síðustu vikur væri farið að taka á. „Þetta er allt í lagi en ég er ekkert að yngjast. Ég var í þyngri kantinum í dag en hefur liðið ágætlega hingað til. Það væri fínt að fá smá hlé en þangað til að Sölvi [Geir Ottesen] kemur til baka sé ég ekki fram á það.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð