Misskilningur ríki um nýja lögreglubílinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. maí 2021 15:38 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og nýjasta viðbótin í flotann. Samsett Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað. Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira