Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus Eiður Þór Árnason skrifar 28. maí 2021 13:00 Lasse Ruud-Hansen, tilvonandi forstjóri Nóa Síríus og Ingvill T. Berg, forstjóri Orkla Confectionery & Snacks. Orkla Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð. Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25
Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42