Gauti mun ekki þiggja þriðja sætið Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 11:59 Gauti Jóhannesson sóttist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann hafnaði í 3. sæti í prófkjörinu sem lauk í gær. Håkon Broder Lund Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings, mun ekki þiggja þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Frá þessu greinir Gauti í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Hann sóttist eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu en svo fór að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður bar sigur úr býtum í prófkjöri flokksins sem lauk í gær. Gauti kveðst auðmjúkur og þakklátur fyrir stuðning og aðstoð þeirra sem lögðu honum lið í baráttunni og þakkar öðrum frambjóðendum fyrir drengilega baráttu. Niðurstaðan sé þó vonbrigði en vilji kjósenda skýr. „Ég vil einnig þakka þær góðu móttökur sem ég hef fengið í kjördæminu undanfarnar vikur, alla kaffisopana, kruðeríið og spjallið. Á Norður- og Austurlandi býr mikið af öflugu og góðu fólki, um það get ég vitnað fyrstu hendi,“ skrifar Gauti. „Ég sóttist eftir að leiða listann, það varð ekki og af þeim sökum mun ég ekki sækjast eftir að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við kosningar til Alþingis í haust.“ Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Múlaþing Tengdar fréttir Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér. 29. maí 2021 10:32 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Frá þessu greinir Gauti í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Hann sóttist eftir því að leiða lista flokksins í kjördæminu en svo fór að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður bar sigur úr býtum í prófkjöri flokksins sem lauk í gær. Gauti kveðst auðmjúkur og þakklátur fyrir stuðning og aðstoð þeirra sem lögðu honum lið í baráttunni og þakkar öðrum frambjóðendum fyrir drengilega baráttu. Niðurstaðan sé þó vonbrigði en vilji kjósenda skýr. „Ég vil einnig þakka þær góðu móttökur sem ég hef fengið í kjördæminu undanfarnar vikur, alla kaffisopana, kruðeríið og spjallið. Á Norður- og Austurlandi býr mikið af öflugu og góðu fólki, um það get ég vitnað fyrstu hendi,“ skrifar Gauti. „Ég sóttist eftir að leiða listann, það varð ekki og af þeim sökum mun ég ekki sækjast eftir að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við kosningar til Alþingis í haust.“
Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Múlaþing Tengdar fréttir Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér. 29. maí 2021 10:32 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32
Sjálfstæðismenn velja tvo nýja oddvita í dag Úrslit ráðast í tveimur prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í dag, annars vegar í Suðurkjördæmi og hins vegar í Norðausturkjördæmi. Hart er barist um oddvitasætið í báðum kjördæmum þar sem fyrri oddvitar gáfu ekki kost á sér. 29. maí 2021 10:32