Eiríkur biður Hallgrím afsökunar á að hafa sært hann Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 17:35 Hallgrímur fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæði sig afsökunar og það hefur Eiríkur nú gert. Menningarþátturinn Víðsjá hófst á óvenjulegum nótum í dag, á pistli annars umsjónarmanns sem bað rithöfundinn Hallgrím Helgason afsökunar. Verulegur skjálfti hefur verið undanfarna daga og vikur í menningargeiranum vegna væringa milli þessara tveggja, sem tilheyra hópi helstu menningarinnar mönnum landsins. Hallgrímur opnaði sig með það á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru, í kjölfar þess að Eiríkur lýsti yfir þar stuðningi við fórnarlömb ofbeldis að hann gæti trútt um talað. Sjálfur hafi Eiríkur sært sig með óvarlegum orðum sem hann viðhafði, þegar hann vitnaði fyrir sex árum í pistli sínum í alræmdan pistil Guðbergs Bergssonar sem hæddist af því sem þá var áberandi á bókamarkaði; skáldævisögunni. Ítrekaðar afsökunarbeiðnir duga ekki Guðni Tómasson samstarfsmaður Eiríks kynnti efni þáttarins og gaf svo Eiríki orðið: „Undanfarna daga hafa spunnist umræður á samfélagsmiðlum um pistil sem sá sem hér talar flutti hér í Víðsjá fyrir um það bil sex árum. Í pistlinum var meðal annars vikið að verki Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í Munchen, frá árinu 2015,“ sagði Eiríkur og hélt áfram lestri sínum. „Fljótlega eftir að ég flutti pistilinn barst mér til eyrna að orð mín hefðu sært Hallgrím. Það þótti mér afar leitt. Í kjölfarið ræddum við málið og ég hef síðan þá staðið í þeirri meiningu að við hefðum skilið sáttir enda hef ég aðeins átt vinsamleg samskipti við Hallgrím eftir að þetta gerðist. Af orðum hans nú nýverið, skrifum sem hann birti á Facebook, má ráða að ekki var nóg að gert. Pistill minn særði Hallgrím á sínum tíma og hann veldur honum sársauka enn þann dag í dag. Það er augljóst. Ég bað hann afsökunar fyrir fáeinum dögum og gat ekki skilið viðbragð hans við þeirri beiðni öðruvísi en þannig að henni hefði verið vel tekið.“ Fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæðist afsökunar Það dugði ekki til að sögn Eiríks og fram kemur að rithöfundurinn hafi farið þess á leit við sjálft Ríkisútvarpið að útvarpsmaðurinn bæði sig afsökunar. „En sársaukinn er enn til staðar og Hallgrímur hefur farið þess á leit við RÚV að ég biðjist afsökunar í útvarpi. Ég vil því nota þetta tækifæri hér á þessum vettvangi þar sem þetta mál hófst til að biðja Hallgrím aftur opinberlega afsökunar á þeim sársauka sem orð mín hafa valdið honum. Sú var auðvitað aldrei ætlunin. Ég bið Hallgrím Helgason í fullri einlægni afsökunar á þeim orðum mínum sem særðu hann. Og óska honum alls hins besta.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Bókmenntir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Verulegur skjálfti hefur verið undanfarna daga og vikur í menningargeiranum vegna væringa milli þessara tveggja, sem tilheyra hópi helstu menningarinnar mönnum landsins. Hallgrímur opnaði sig með það á Facebooksíðu sinni fyrir nokkru, í kjölfar þess að Eiríkur lýsti yfir þar stuðningi við fórnarlömb ofbeldis að hann gæti trútt um talað. Sjálfur hafi Eiríkur sært sig með óvarlegum orðum sem hann viðhafði, þegar hann vitnaði fyrir sex árum í pistli sínum í alræmdan pistil Guðbergs Bergssonar sem hæddist af því sem þá var áberandi á bókamarkaði; skáldævisögunni. Ítrekaðar afsökunarbeiðnir duga ekki Guðni Tómasson samstarfsmaður Eiríks kynnti efni þáttarins og gaf svo Eiríki orðið: „Undanfarna daga hafa spunnist umræður á samfélagsmiðlum um pistil sem sá sem hér talar flutti hér í Víðsjá fyrir um það bil sex árum. Í pistlinum var meðal annars vikið að verki Hallgríms Helgasonar, Sjóveikur í Munchen, frá árinu 2015,“ sagði Eiríkur og hélt áfram lestri sínum. „Fljótlega eftir að ég flutti pistilinn barst mér til eyrna að orð mín hefðu sært Hallgrím. Það þótti mér afar leitt. Í kjölfarið ræddum við málið og ég hef síðan þá staðið í þeirri meiningu að við hefðum skilið sáttir enda hef ég aðeins átt vinsamleg samskipti við Hallgrím eftir að þetta gerðist. Af orðum hans nú nýverið, skrifum sem hann birti á Facebook, má ráða að ekki var nóg að gert. Pistill minn særði Hallgrím á sínum tíma og hann veldur honum sársauka enn þann dag í dag. Það er augljóst. Ég bað hann afsökunar fyrir fáeinum dögum og gat ekki skilið viðbragð hans við þeirri beiðni öðruvísi en þannig að henni hefði verið vel tekið.“ Fór þess á leit við stofnunina að Eiríkur bæðist afsökunar Það dugði ekki til að sögn Eiríks og fram kemur að rithöfundurinn hafi farið þess á leit við sjálft Ríkisútvarpið að útvarpsmaðurinn bæði sig afsökunar. „En sársaukinn er enn til staðar og Hallgrímur hefur farið þess á leit við RÚV að ég biðjist afsökunar í útvarpi. Ég vil því nota þetta tækifæri hér á þessum vettvangi þar sem þetta mál hófst til að biðja Hallgrím aftur opinberlega afsökunar á þeim sársauka sem orð mín hafa valdið honum. Sú var auðvitað aldrei ætlunin. Ég bið Hallgrím Helgason í fullri einlægni afsökunar á þeim orðum mínum sem særðu hann. Og óska honum alls hins besta.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Bókmenntir Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira