Þetta kemur fram á vef Kringlunnar.
„Af þeim sökum verður verslunin lokuð amk þriðjudaginn 1.júní meðan unnið er að sótthreinsun verslunarinnar.
Í Kringlunni er áfram starfað skv sóttvarnarreglum og enn aukin áhersla á þrif og sótthreinsun snertiflata í ljósi þessara tíðinda.

Höldum áfram að fara varlega og viðhöldum persónulegum sóttvörnum,“ segir í tilkynningunni.
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segist í samtali við fréttastofu ekki vita um nákvæman fjölda þeirra sem þurfa í sóttkví vegna smitsins, en segir starfsmennina vel á annan tug.