Veitan og Hansa gefa út nýtt lag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2021 15:30 Ég syng um langa listann minn, líf mitt þessa dagana. Þá stillist kvíðastingurinn og staðan, ég mun lag´ana, syngur Hansa í laginu Það sem þarf að gera. Jóhanna Vigdís Arnardóttir, betur þekkt sem Hansa, var að gefa út lag með hljómlistahópnum Veitunni. Laginu Það sem gera þarf fyrir líka skemmtilegt myndband þar sem koma fyrir mörg kunnuleg andlit. Veitan er hópur hljómlistarmanna, tveir upptökustjórar og lagasmiður, sem spila allir á hin ýmsu hljóðfæri. Veitan fær valda söngvara til liðs við sig. Að þessu sinni er það söngleikjastjarnan Hansa sem kemur til liðs við hópinn en hún er meðal annars þekkt fyrir aðalhlutverkin í Mary Poppins, Mamma Mia og Chicago. Textinn er eftir Halldór Gunnarsson úr Þokkabót en um leikstjórn myndbandsins sáu Sölvi Viggóson Dýrfjörð, Ágúst Örn Børgesson Wigum, Steinunn Lóa Magnúsdóttir og Ísabella Rós Þorsteinsdóttir. Í myndbandinu koma meðal annars fram Patrekur Jamie og Edda Björgvins. Myndbandið við lagið Það sem gera þarf má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. ÞAÐ SEM GERA ÞARF Ég þarf að semja þetta lag því þörf er nú að slaka á. Ég þarf svo margt að drífa í dag og dagsverk þetta er ekkert smá. Ég syng um langa listann minn, líf mitt þessa dagana. Þá stillist kvíðastingurinn og staðan, ég mun lag´ana. Já, það þarf að þjóta um allt, í þúsund hluti að spá. Borga hér og borga þar, bollaleggja og slá. Leggja rækt við ræktina og rækta garðinn sinn. Fara vel með fjárhaginn og fara ekki í spinn. Það þarf að þvo upp diskana og þarf að klippa strákana. Athuga með rennuna og kaupa nýja gólflista Panta meiri málningu og muna að skipta á rúminu Taka til í holinu og taka af eldhúsborðinu. Já, það þarf að kaupa þurrkublöð og þrifa bílinn sinn. Fara í búð og borga inn á bankareikninginn. Fara yfir fjármálin og fá sér nýja skó. Skipuleggja skúffurnar og skipta um rafmagnskló. Líf mitt kemst í lag ef ljúka þessu næ. Strikist eitthvað út, annað strax ég fæ. Já, það þarf að passa peningana og pjatt er út í hött. Ég lýsi eftir ljósaperu í lagi, hundrað vött. Að æðibunast endalaust er á við ævistarf. En þetta er nú þannig séð, það sem gera þarf. Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Veitan er hópur hljómlistarmanna, tveir upptökustjórar og lagasmiður, sem spila allir á hin ýmsu hljóðfæri. Veitan fær valda söngvara til liðs við sig. Að þessu sinni er það söngleikjastjarnan Hansa sem kemur til liðs við hópinn en hún er meðal annars þekkt fyrir aðalhlutverkin í Mary Poppins, Mamma Mia og Chicago. Textinn er eftir Halldór Gunnarsson úr Þokkabót en um leikstjórn myndbandsins sáu Sölvi Viggóson Dýrfjörð, Ágúst Örn Børgesson Wigum, Steinunn Lóa Magnúsdóttir og Ísabella Rós Þorsteinsdóttir. Í myndbandinu koma meðal annars fram Patrekur Jamie og Edda Björgvins. Myndbandið við lagið Það sem gera þarf má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. ÞAÐ SEM GERA ÞARF Ég þarf að semja þetta lag því þörf er nú að slaka á. Ég þarf svo margt að drífa í dag og dagsverk þetta er ekkert smá. Ég syng um langa listann minn, líf mitt þessa dagana. Þá stillist kvíðastingurinn og staðan, ég mun lag´ana. Já, það þarf að þjóta um allt, í þúsund hluti að spá. Borga hér og borga þar, bollaleggja og slá. Leggja rækt við ræktina og rækta garðinn sinn. Fara vel með fjárhaginn og fara ekki í spinn. Það þarf að þvo upp diskana og þarf að klippa strákana. Athuga með rennuna og kaupa nýja gólflista Panta meiri málningu og muna að skipta á rúminu Taka til í holinu og taka af eldhúsborðinu. Já, það þarf að kaupa þurrkublöð og þrifa bílinn sinn. Fara í búð og borga inn á bankareikninginn. Fara yfir fjármálin og fá sér nýja skó. Skipuleggja skúffurnar og skipta um rafmagnskló. Líf mitt kemst í lag ef ljúka þessu næ. Strikist eitthvað út, annað strax ég fæ. Já, það þarf að passa peningana og pjatt er út í hött. Ég lýsi eftir ljósaperu í lagi, hundrað vött. Að æðibunast endalaust er á við ævistarf. En þetta er nú þannig séð, það sem gera þarf.
Tónlist Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira