Danir samþykkja að geta útvistað hælisleitendakerfinu til þriðja ríkis Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2021 09:54 Mette Frederiksen er forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins. EPA Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt málið grafa undan alþjóðlegu samstarfi og hvatti danska þingið til að hætta við, en án árangurs. Evrópusambandið hefur sömuleiðis gagnrýnt dönsku stjórnina vegna málsins. Frumvarp ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðið að lögum, gekk út á að heimila dönskum yfirvöldum að geta flutt allt ferli fyrir umsóknir um hæli til þriðja ríkis utan Evrópu. Danskir fjölmiðlar segja Dani hafa átt í viðræðum við Afríkuríki á borð við Túnis, Eþíópíu, Egyptaland og Rúanda. Engir samningar eru þó í höfn, en samkvæmt frumvarpinu myndi Danmörk standa fyrir kostnaðinum þó að þriðja ríkið myndi halda utan um sjálfa framkvæmdina. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Venstre, tilkynnti í morgun að þingflokkurinn styddi frumvarpið og var það svo samþykkt á danska þinginu í morgun með miklum meirihluta. Danmörk stæði straum af kostnaði Hugmyndin gengur út á að miðstöð fyrir móttöku hælisleitenda verði komið upp í öðru landi þar sem tekið verði á móti hælisumsóknum. Flóttamenn sem sækja um hæli í Danmörku munu því ekki dvelja í Danmörku á meðan umsóknin er tekin fyrir. Fái hælisleitandi synjun yrði það þriðja ríkið sem sæi um brottvísun viðkomandi, þó að Danmörk myndi standa straum af kostnaðinum. Jafnaðarmannaflokkurinn segir að þetta fæli í sér að flóttamenn þyrftu ekki lengur að þurfa að leggja í hættumiklar ferðir til Evrópu, meðal annars yfir Miðjarðarhaf. Sömuleiðis muni kerfið grafa undan starfsemi manna sem reyna að hafa fólk á flótta að féþúfu. Danmörk Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt málið grafa undan alþjóðlegu samstarfi og hvatti danska þingið til að hætta við, en án árangurs. Evrópusambandið hefur sömuleiðis gagnrýnt dönsku stjórnina vegna málsins. Frumvarp ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðið að lögum, gekk út á að heimila dönskum yfirvöldum að geta flutt allt ferli fyrir umsóknir um hæli til þriðja ríkis utan Evrópu. Danskir fjölmiðlar segja Dani hafa átt í viðræðum við Afríkuríki á borð við Túnis, Eþíópíu, Egyptaland og Rúanda. Engir samningar eru þó í höfn, en samkvæmt frumvarpinu myndi Danmörk standa fyrir kostnaðinum þó að þriðja ríkið myndi halda utan um sjálfa framkvæmdina. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Venstre, tilkynnti í morgun að þingflokkurinn styddi frumvarpið og var það svo samþykkt á danska þinginu í morgun með miklum meirihluta. Danmörk stæði straum af kostnaði Hugmyndin gengur út á að miðstöð fyrir móttöku hælisleitenda verði komið upp í öðru landi þar sem tekið verði á móti hælisumsóknum. Flóttamenn sem sækja um hæli í Danmörku munu því ekki dvelja í Danmörku á meðan umsóknin er tekin fyrir. Fái hælisleitandi synjun yrði það þriðja ríkið sem sæi um brottvísun viðkomandi, þó að Danmörk myndi standa straum af kostnaðinum. Jafnaðarmannaflokkurinn segir að þetta fæli í sér að flóttamenn þyrftu ekki lengur að þurfa að leggja í hættumiklar ferðir til Evrópu, meðal annars yfir Miðjarðarhaf. Sömuleiðis muni kerfið grafa undan starfsemi manna sem reyna að hafa fólk á flótta að féþúfu.
Danmörk Flóttamenn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira