ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Sindri Sverrisson skrifar 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir lagði mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana. Í fyrra, eftir að kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum og samkomubann var á Íslandi, æfði hún til að mynda í þessari uppblásnu laug í bílskúrnum heima hjá sér. vísir/vilhelm Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna. Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sjá meira
Edda glímir við meiðsli í mjöðm og braut auk þess bein í olnboga fyrir skömmu. Þrátt fyrir að hafa gengið vel við æfingar og keppni á þessu ári er því útséð með að hún komist á leikana. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee, kærasti Eddu, er sem stendur eini íslenski íþróttamaðurinn með öruggt sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda greinir frá meiðslum sínum á Instagram. Þar segir hún að í aðdraganda heimsbikarmótsins í Yokohama um miðjan maí hafi hún farið að finna fyrir sársauka í mjöðm og nára. Hún fór í skoðun þar sem í ljós kom að mjöðmin væri illa farin og að hún þyrfti að fara í aðgerð. Edda keppti í Yokohama, þar sem hún varð í 35. sæti, en fann fyrir miklum sársauka á meðan á keppni stóð. „Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni“ Ekki bætti úr skák að nokkrum dögum síðar, fyrir mót í Lissabon, lenti Edda í hjólreiðaslysi og braut bein í olnboga auk þess að fá vægan heilahristing. „Auðvitað er ég í öngum mínum og afar leið. Tímasetningin á þessum meiðslum og aðgerð er ömurleg þegar það eru bara nokkrar vikur í Ólympíuleika. Það mun taka mig langan tíma að jafna mig en ég er í góðum höndum hjá reyndum skurðlækni og endurhæfingarteymi,“ segir Edda á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Edda segir að aðgerðin og endurhæfingin vegna mjaðmameiðslanna sé aftur á móti afar kostnaðarsöm, og ekki í boði á Íslandi. Hún þurfi því að kosta miklu til þess að geta áfram verið íþróttakona á háu getustigi en ráði ekki við þann kostnað sjálf. Þess vegna ætlar Edda að koma á fót söfnunarsíðu á Karolina Fund í von um að fólk hjálpi henni að komast aftur á beinu brautina. „Vonandi get ég gefið ykkur til baka þegar ég sný aftur á bláa teppið og keppi fyrir eitthvað stærra og meira en mig sjálfa. Ég mun keppa með mjöðmum sem að þið hjálpuðuð mér að kaupa. Þetta verða okkar mjaðmir og okkar keppni,“ skrifar Edda til fylgjenda sinna.
Þríþraut Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan dæmd í eins bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Sjá meira