Innlent

Ás­geir Þór hættir sem fram­kvæmda­stjóri eftir ára­tuga starf

Atli Ísleifsson skrifar
Valgerður Hermannsdóttir varaformaður Hjartaheilla, Ásgeir Þór Árnason, Sveinn Guðmundsson form. Hjartaheilla, Kjartan Birgisson félagsmálafulltr. og Kristján Smith.
Valgerður Hermannsdóttir varaformaður Hjartaheilla, Ásgeir Þór Árnason, Sveinn Guðmundsson form. Hjartaheilla, Kjartan Birgisson félagsmálafulltr. og Kristján Smith. Hjartaheill

Ásgeir Þór Árnason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Hjartaheilla, Landssamtaka hjartasjúklinga eftir áratuga starf hjá félaginu. Hann hætti um nýliðin mánaðamót.

Í tilkynningu á vef samtakanna segir að Ásgeir hafi starfað með eða hjá Hjartaheillum um þrjátíu ára skeið, fyrstu tíu árin sem sjálfboðaliði í félagsstarfinu en síðan sem fastur starfsmaður. 

„Síðustu árin starfaði Ásgeir sem framkvæmdastjóri félagsins en hann lætur nú af störfum að eigin ósk og hyggst snúa sér að eigin hugðarefnum.

Stjórn Hjartaheilla þakkar Ásgeiri áratuga samstarf og dygga þjónustu við félagið og starf þess. Myndin er tekin við athöfn í húsakynnum félagsins þegar stjórn Hjartaheilla færði Ásgeiri virðingarvott og gjöf af tilefni starfslokanna,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×