Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 09:53 Minnisvarði með nöfnum þeirra 96 stuðningsmanna Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu við Anfield Road. Vísir/EPA Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu. Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Eftir að 96 stuðningsmenn Liverpool létust í miklum troðningi á Hillsborough-vellinum í Nottingham í Sheffield við upphaf undanúrslitaleiks liðsins gegn Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni reyndi lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri að koma sökinni á þá látnu. Hegðun stuðningsmannanna og ölvun hefði valdið troðningnum banvæna. Upphaflega komst dánardómstjóri að þeirri niðurstöðu að fólkið hefði látist af slysförum. Sá úrskurður var felldur úr gildi árið 2012. Réttarrannsókn komst síðan að þeirri niðurstöðu að lát fólksins hefði borið að með saknæmum hætti og hafnaði því að hegðun þeirra hefði verið um að kenna árið 2016. Slysið var rakið til stórfelldrar vanrækslu yfirlögregluþjóns sem stýrði aðgerðum lögreglu á leikdag. Bæturnar sem lögregluembættið hefur nú samþykkt að greiða eru vegna sálfræðilegs skaða sem eftirlifendur og aðstandendur urðu fyrir vegna herferðar þess til að koma sökinni á fórnarlömbin. Þær eiga að greiða fyrir meðferð eða ráðgjöf, að sögn The Guardian. Lögmenn fjölskyldnanna segja að í framferði lögreglu eftir Hillsborough-slysið hafi falist ein mesta og skammarlegasta yfirhylming í sögu bresku lögreglunnar. Hún hefði reynt að fela eigin ábyrgð á slysinu og kennt fórnarlömbunum um í staðinn. Tveir fyrrverandi lögreglumenn og lögfræðingur embættisins voru ákærðir fyrir að hafa átt við lögregluskýrslur eftir slysið og að hindra framgang réttvísinnar. Þeir voru sýknaðir í síðustu viku þar sem dómari sagði að það teldist ekki hindrun á framgangi réttvísinnar að afhenda falsaðar skýrslur til opinberrar rannsóknar sem fór fram á slysinu.
Hillsborough-slysið England Enski boltinn Bretland Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira