Bjarki Már og félagar í Lemgo unnu ævintýralegan sigur á Kiel í undanúrslitum þar sem liðið kom til baka og tryggði sér eins marks sigur. Bjarki Már var markahæstur í þeim leik með sjö mörk.
Úrslitaleikurinn sjálfur var ekki alveg jafn dramatískur. Lemgo var í raun alltaf með yfirhöndina og þó fyrri hálfleikur hafi verið nokkuð jafn var munurinn samt þrjú mörk er flautað var til hálfleiks, staðan þá 15-12 Lemgo í vil.
Það hægðist á sóknarleik beggja liða í síðari hálfleik enda annar leikurinn á tveimur dögum og lappir orðnar þreyttar eftir langt tímabil. Lemgo lét þó aldrei af forystu sinni og vann á endanum síðari hálfleikinn með eins marks mun og leikinn þar með fjögurra marka mun, lokatölur 28-24 Lemgo í vil.
Wir bringen den nach Lemgo!#tbvlemgolippe #tbv #rwefinal4 #pokalsieger #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/cx5RSuBeAG
— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) June 4, 2021
Bjarki Már þar af leiðandi orðinn bikarmeistari á meðan Guðmundur og Arnar Freyr þurfa að bíta í það súra epli að lenda í öðru sæti.
Íslenski hornamaðurinn var heldur rólegur í tíðinni í dag - miðað við oft áður - en Bjarki skoraði fjögur mörk í leiknum. Arnar Freyr komst ekki á blað hjá Melsungen.
Íþróttamaður ársins 2021 pic.twitter.com/dOIVwORcsj
— Bjarki Már Elísson (@bjarkiel4) June 4, 2021