Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júní 2021 18:17 Mynd af konunni á sjúkrahúsi sem birt var á Facebook-síðu Rétts barna á flótta. Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra. Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia. Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Í nóvember fyrir tveimur árum var albanskri konu á þrítugsaldri, sem þá var gengin var tæpar 36 vikur á leið, maka hennar og tveggja ára barni, vísað úr landi eftir að hafa sótt hér um alþjóðlega vernd. Brottvísunin vakti nokkra athygli og margir gagnrýndu að verið væri að vísa konunni úr landi, ekki síst vegna þess að kvöldið fyrir ferðalagið höfðu ljósmæður lagst gegn því að konan færi í flug. Hins vegar var vottorð trúnaðarlæknis Útlendingastofnunar um að hún mætti fljúga látið gilda. Landlæknir hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan liggur nú fyrir. „Það er niðurstaða landlæknis að læknirinn sem sá um að gefa úr flugfærnisvottorð í tilfelli umbjóðanda míns hafi brotið gegn réttindum hennar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður konunnar. Brotið gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga Í fyrsta lagi að hann hafi ekki mátt gefa út vottorðið án þess að hafa skoðað og metið ástand konunnar. „En hún hafði ekki gert það heldur byggt niðurstöðu sína á fyrirliggjandi upplýsingum,“ segir Claudia. Í öðru lagi hafi lækninum borið að tryggja að konan færi í mat hjá sérfræðilækni, til dæmis ljósmóður, fæðingar- eða kvensjúkdómalækni. Claudia Wilson, lögmaður konunnar.vísir/egill „Og gerði það ekki og út af þessu tryggði hún ekki að konan hafi fengið bestu læknisþjónustu sem uppá er að bjóða,“ segir Claudia og bætir við að samkvæmt landslögum eigi heilbrigðisþjónusta að veita þá bestu þjónustu sem völ er á að veita á hverjum tíma. Lög hafi verið margbrotin. „Hún braut gegn ákvæðum laga um réttindi sjúklinga og líka ákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn,“ segir Claudia. Konan muni leita réttar síns Claudia segir málið hafa tekið mjög á albönsku konuna sem nú er stödd í heimalandinu. Ferðalagið hafi tekið um sólarhring og hún látin fara í það gegn vilja sínum. Í úrskurði landlæknis segi að málið hefði geta endað verr. „Af því konan hefði geta verið með fyrirburafæðingu í ljósi fyrri sögu hennar og einmitt verið með meðgöngueitrun eða blóðtappa, sérstaklega því hún fór í svo langt flug. Það er alveg ljóst að læknirinn hefur brotið lög á margvíslegan hátt þannig að umbjóðandi minn mun leita réttar síns sérstaklega í ljósi þess að hún er enn að lifa við afleiðingar þessara brota,“ segir Claudia.
Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03