Fram vann 4-0 sigur á Vestra í dag en Fram er með fimmtán stig á toppnum á meðan Vestri er með sex stig í 8. sæti.
Fred Saraiva kom Frömurum yfir á 25. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Kyla Mclagan bætti við öðru markinu á 58. mínútu og síðustu tvö mörkin gerði varamaðurinn Guðmundur Magnússon.
Í stöðunni 3-0 brenndu Vestramenn af vítaspyrnu og lokatölur 4-0.