Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er 168 atkvæðum á eftir honum í öðru sætinu. Þetta er mesti munur sem hefur verið á þeim í birtum tölum en eftir fyrstu og aðrar tölur leiddi Guðlaugur með um hundrað atkvæðum en eftir þær þriðju leiddi Áslaug með um fimmtíu atkvæðum.
Guðlaugur er með 2.920 atkvæði í fyrsta sætið þegar 5.973 atkvæði hafa verið talin. Áslaug er með samtals 4.061 atkvæði í fyrsta til annað sætið.
Guðlaugur leiddi listann eftir bæði fyrstu og aðrar tölur en Áslaug komst fram úr honum með fimmtíu atkvæða mun þegar þriðju tölur voru gefnar út klukkan 23 í kvöld. Nú á miðnætti hefur Guðlaugur aftur tekið fram úr henni.
Næstu tölur sem verða birtar verða lokatölur en óljóst er hvenær verður klárað að telja. Í samtali við Vísi sagði Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, að hún vonaði að það yrði fyrir klukkan tvö en oftar en ekki gengi hægar að telja allra síðustu kjörseðlana.
Sigríður Andersen dottin út
Átta efstu sætin haldast að öðru leyti óbreytt frá því klukkan 23 fyrir utan það að Sigríður Á Andersen þingmaður er dottin út af listanum og Friðjón R. Friðjónsson er kominn í áttunda sætið.
Svona raðast listinn þegar 5.973 atkvæði hafa verið talin:
- Guðlaugur Þór Þórðarson: 2.920 atkvæði í 1. sæti.
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.061 atkvæði í 1.-2. sæti.
- Diljá Mist Einarsdóttir: 2.440 atkvæði í 1.-3. sæti.
- Hildur Sverrisdóttir: 2.331 atkvæði í 1.-4. sæti.
- Birgir Ármannsson: 2.753 atkvæði í 1.-5. sæti.
- Brynjar Níelsson: 3.209 atkvæði í 1.-6. sæti.
- Kjartan Magnússon: 2.850 atkvæði í 1.-7. sæti.
- Friðjón R. Friðjónsson: 2.602 atkvæði í 1.-8. sæti.