Kona dæmd vegna banaslyss á Þingvallavegi árið 2018 Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2021 08:18 Frá vettvangi slyssins 21. júlí 2018. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð. Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins. Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Dómurinn féll í málinu á föstudaginn, en kona á níræðisaldri, sem var farþegi í bílnum sem ekið var á, lést í slysinu. Í ákæru kom fram að ákærða hafi ekið langt yfir leyfilegum hámarkshraða þegar hún tók fram úr annarri bifreið sem ekið var sömu leið, án nægilegrar aðgæslu. Við framúraksturinn hafi hún farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á öðrum bíl sem hafði beygt af Þingvallavegi og inn Æsustaðaveg í suður. Aksturshraðinn var ekki tilgreindur í ákæru en í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kom fram að konan hafi ekið allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð, eða á um 102 til 124 kílómetra hraða. Hámarkshraði á veginum var 70 kílómetrar á klukkustund, en hraði hins bílsins var um þrjátíu til fimmtíu kílómetrar á klukkustund. „Glæfralegur framúrakstur“ Dæmda var auk þess dæmt til greiðslu sakarkostnaðar og um einnar og hálfrar milljónar króna í skaðabætur til einkabarns hinnar látnu. Konan var hins vegar sýknuð af kröfum um miskabætur til barns hinnar látnu og sömuleiðis ökumanns bílsins sem ekið var á. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa lýstu vitni „glæfralegum framúrakstri“ konunnar og mat nefndin það sem svo að orsakir slyssins megi rekja til þess að konan hafi ekið fram úr bílaröð án þess að ganga úr skugga um mögulega umferð út af veginum. Deilt var um aðdraganda slyssins fyrir dómi, meðal annars um hvort ökumaður bílsins sem keyrt var á hafi gefið stefnuljós áður en beygt var inn á Æsustaðaveg. Gætti ekki nægjanlegrar aðgæslu Niðurstaða dómsins var að lögfull sönnun hafi tekist fyrir sekt konunnar, eins og háttseminni og afleiðingum var lýst í ákæru, en með þeirri breytingu að ekki hafi talist sannað að ökuhraði hennar hafi verið meiri en 102 kílómetra á klukkustund. „Þá er það mat dómsins, heilt á litið, að það sem áður er rakið um óvissu um nægjanlega aðgæsluskyldu [ökumanns bílsins sem ekið var á] í umræddri vinstri beygju, auk vafa um öryggisbeltanotkun [hinnar látnu], geti ekki leyst ákærðu undan refsiábyrgð.“ Hafi hún ekki gætt nægjanlegrar aðgæslu og varúðar og með því sýnt af sér saknæmt gáleysi sem varði hana refsiábyrgð. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að konan hafi ekki áður gerst brotleg við refsilög og að verulegur dráttur varð á meðferð málsins.
Dómsmál Samgönguslys Mosfellsbær Tengdar fréttir „Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35 Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
„Glæfralegur“ framúrakstur og langt yfir hámarkshraða rétt fyrir banaslysið Ökumaður jeppa sem ók aftan á bíl við framúrakstur á Þingvallavegi sumarið 2018, með þeim afleiðingum að farþegi í síðarnefnda bílnum lést, var allt að 50 kílómetrum yfir hámarkshraða þegar slysið varð. 23. nóvember 2020 09:35
Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu. 28. janúar 2021 14:01