„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. júní 2021 21:55 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir núverandi ástand einkennast af spillingu og græðgi. VÍSIR/VILHELM Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir með ólíkindum að hlusta á þær ræður sem fluttar hafa verið á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sakar þingmenn um að láta sem ekkert sé þegar kemur að ástandinu í samfélaginu. „Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þau sem allt eiga. Græðgi, auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna.“ Hún segir Flokk fólksins vilja byggja brú yfir þá gjá. Hún segir að núverandi ástand í samfélaginu sé litað af sérhagsmunum og græðgisvæðingu. „Spillingin er svo augljós að hún er áþreifanleg,“ segir Inga og ítrekar að Flokkur fólksins sé málsvari þeirra sem þöggunin ríkir um. Mannauðurinn sem fær aldrei að blómstra Þá gagnrýnir Inga hvernig menntun barnanna okkar sé háttað. Hún segir börnin vera mannauð sem aldrei fær að blómstra og nefnir þar hátt hlutfall drengja sem útskrifast með lélegan lesskilning eftir tíu ára skólagöngu. Hún furðar sig á því að námsgögnum sé hrúgað á börn, jafnvel á erlendum tungumálum, þegar börnin eru jafnvel ólæs á sínu eigin máli. „Svo er fólk furðulostið yfir vaxandi sálfræðilegum erfiðleikum hjá unga fólkinu okkar.“ Inga segist ekki hissa á því að ungu fólki líði illa, heldur sé hún hissa á því að hlutirnir skuli ekki vera lagaðir. „Ég er hissa á því hvers lags þöggun og hvers lags feluleikur er um hluti sem við eigum löngu að vera búin að laga.“ Loks minnist hún orða Bjarna Benediktssonar frá árinu 2017, þar sem hann sagði að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu, væri það sama og að neita því um réttlæti. Í ljósi þeirra orða telur hún merkilegt að biðraðir í hjálparstofnanir þar sem fátækt fólk biður um mat séu að lengjast. „Það er skömm af þessu,“ segir Inga. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Það búa tvær þjóðir í landinu og það er risa gjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þau sem allt eiga. Græðgi, auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna.“ Hún segir Flokk fólksins vilja byggja brú yfir þá gjá. Hún segir að núverandi ástand í samfélaginu sé litað af sérhagsmunum og græðgisvæðingu. „Spillingin er svo augljós að hún er áþreifanleg,“ segir Inga og ítrekar að Flokkur fólksins sé málsvari þeirra sem þöggunin ríkir um. Mannauðurinn sem fær aldrei að blómstra Þá gagnrýnir Inga hvernig menntun barnanna okkar sé háttað. Hún segir börnin vera mannauð sem aldrei fær að blómstra og nefnir þar hátt hlutfall drengja sem útskrifast með lélegan lesskilning eftir tíu ára skólagöngu. Hún furðar sig á því að námsgögnum sé hrúgað á börn, jafnvel á erlendum tungumálum, þegar börnin eru jafnvel ólæs á sínu eigin máli. „Svo er fólk furðulostið yfir vaxandi sálfræðilegum erfiðleikum hjá unga fólkinu okkar.“ Inga segist ekki hissa á því að ungu fólki líði illa, heldur sé hún hissa á því að hlutirnir skuli ekki vera lagaðir. „Ég er hissa á því hvers lags þöggun og hvers lags feluleikur er um hluti sem við eigum löngu að vera búin að laga.“ Loks minnist hún orða Bjarna Benediktssonar frá árinu 2017, þar sem hann sagði að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu, væri það sama og að neita því um réttlæti. Í ljósi þeirra orða telur hún merkilegt að biðraðir í hjálparstofnanir þar sem fátækt fólk biður um mat séu að lengjast. „Það er skömm af þessu,“ segir Inga.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent