BBC valdi sigur Íslands á Englandi 2016 óvæntustu úrslitin í sögu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 09:30 Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fer fyrir fögnuði íslensku strákanna eftir sigurinn á Englandi á EM í Frakklandi sumarið 2016. EPA/SEBASTIEN NOGIER Breska ríkisútvarpið er að telja niður í Evrópumótið eins og fleiri fjölmiðlar og í einni af nýjustu fréttinni í tengslum við mótið var farið yfir þau úrslit í sögu keppninnar sem hafi komið mest á óvart. Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Það hafa auðvitað litið mörg óvænt úrslit dagsins ljós í hálfrar aldar sögu Evrópumótsins en að þessu sinni fengu blaðamenn BBC hjálp frá tölfræðiþjónustunni Gracenote til að reikna hreinlega út hvað voru sigurlíkur liða fyrir leiki. "We all believed. The rest of the world didn't but we did."There have been some almighty shocks at the Euros.The numbers have been crunched - this is what the data tells us are the biggest surprise results.The top :— BBC Sport (@BBCSport) June 8, 2021 Þessir útreikningar skiluðu því að Ísland „vann“ keppnina um þau úrslit sem hafa komið mest á óvart hingað til. Þar var efst á blaði sigur Íslands á stjörnuprýddu liði Englendinga í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi 2016. Íslendingar gleyma ekki þessu kvöldi í Nice ekki síst þeir fjölmörgu sem voru á staðnum. Restin af þjóðinni fylgdist síðan með í sófanum og úrslitin vöktu sannkallaða heimsathygli enda þóttu þau mjög vandræðaleg fyrir enska landsliðið. BBC vitnar í Kára Árnason eftir leikinn en hann var frábær í miðri vörn íslenska liðsins ásamt Ragnari Sigurðssyni. Þeir félagar bjuggu síðan til jöfnunarmark Íslands þegar Kári skallaði hann aftur fyrir sig á Ragnar. „Við höfðum allir trú á þessu. Restin af heiminum bjóst kannski ekki við þessu en við gerðum það,“ sagði Kári eftir þennan magnaða sigur. On this day three years ago, Iceland shocked the world by knocking England out of Euro 2016 pic.twitter.com/9zPAO41zPw— B/R Football (@brfootball) June 27, 2019 Landsliðsþjálfari Englendinga, Roy Hodgson, sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn og landsliðsgoðsögnin Alan Shearer sagði þetta vera verstu frammistöðu sem hann hafði séð hjá ensku landsliði. Wayne Rooney kom Englandi reyndar í 1-0 með marki úr vítaspyrnu strax á fjórðu mínútu en Ragnar jafnaði skömmu síðar og Kolbeinn Sigþórsson skoraði síðan sigurmarkið eftir laglega sókn. Það voru bara 17,4 prósent líkur á íslenskum sigri þetta kvöld og það skilar íslenska landsliðinu í fyrsta sætið. Í öðru sæti er sigur Grikkja á Frökkum í átta liða úrslitum EM 2004 en þá voru 19,1 prósent líkur á sigri gríska landsliðsins sem átti síðan eftir að fara alla leið og vinna Evrópumeistaratitilinn. Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
Óvæntustu úrslitin í sögu EM: 1. Sigur Íslands á Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 (17,4 prósent líkur) 2. Sigur Grikklands á Frakklandi í 8 liða úrslitum EM 2004 (19,4 prósent) 3. Sigur Wales á Belgíu í 16 liða úrslitum EM 2016 (19,6 prósent) 4. Sigur Tyrklands á Belgíu í riðlakeppni EM 2000 (19,7 prósent) 5. Sigur Danmerkur á Hollandi í riðlakeppni EM 2012 (19,9 prósent) 6. Sigur Skotlands á Samveldinu í riðlakeppni EM 1992 (21,2 prósent)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira