Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 10:57 Auður mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu í haust. Daníel Thor Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Auður gaf út yfirlýsingu í gær vegna ásakana á hendur honum um að hann hafi gerst sekur um kynferðisofbeldi. Hann sagði í yfirlýsingunni að hann hafi farið yfir mörk konu og að hann muni ekki sinna verkefnum á næstu vikum og mánuðum á meðan hann setur áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang. UN Women staðfesti það í samtali við fréttastofu í gær að samtökin hafi fjarlægt allt markaðsefni með Auði í kjölfar ásakananna. Þá var greint frá því í gær að Þjóðleikhúsið hafi ásakanirnar á hendur Auði til skoðunar. Til stóð að Auður myndi sjá um tónlistina í leiksýningunni Rómeó og Júlíu, sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í september, ásamt tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur. Enn er óljóst hvað verður um tónlistina í verkinu og verður ákvörðun um það líklega ekki tekin fyrr en í haust. Fyrir þá sem hafa ekki séð það þá verður Auður ekki með á tónleikum mínum 16 júní— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) June 7, 2021 Þá stóð til að Auður myndi koma fram á tónleikum Bubba Morthens í Hörpu 16. júní næstkomandi. Hann mun ekki koma fram á þeim, sem Bubbi staðfesti á Twitter í gær. Kynferðisofbeldi Leikhús Tengdar fréttir Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Auður gaf út yfirlýsingu í gær vegna ásakana á hendur honum um að hann hafi gerst sekur um kynferðisofbeldi. Hann sagði í yfirlýsingunni að hann hafi farið yfir mörk konu og að hann muni ekki sinna verkefnum á næstu vikum og mánuðum á meðan hann setur áframhaldandi sjálfsvinnu í forgang. UN Women staðfesti það í samtali við fréttastofu í gær að samtökin hafi fjarlægt allt markaðsefni með Auði í kjölfar ásakananna. Þá var greint frá því í gær að Þjóðleikhúsið hafi ásakanirnar á hendur Auði til skoðunar. Til stóð að Auður myndi sjá um tónlistina í leiksýningunni Rómeó og Júlíu, sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í september, ásamt tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur. Enn er óljóst hvað verður um tónlistina í verkinu og verður ákvörðun um það líklega ekki tekin fyrr en í haust. Fyrir þá sem hafa ekki séð það þá verður Auður ekki með á tónleikum mínum 16 júní— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) June 7, 2021 Þá stóð til að Auður myndi koma fram á tónleikum Bubba Morthens í Hörpu 16. júní næstkomandi. Hann mun ekki koma fram á þeim, sem Bubbi staðfesti á Twitter í gær.
Kynferðisofbeldi Leikhús Tengdar fréttir Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirlýsing Auðs: Fór yfir mörk konu en blæs á „flökkusögur“ á Twitter Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisofbeldi sem gengið hafa um samfélagsmiðla að undanförnu. Í yfirlýsingunni gengst hann við því að hafa „farið yfir mörk konu“ án þess að átta sig á því. 7. júní 2021 19:04
UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34