Trudeau fordæmir huglausa morðárás á múslimska fjölskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2021 18:31 Forsætisráðherra Kanada segir morðárás á þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu í London-Ontario á sunnudag hafa verið grófa og huglausa. Grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að hatursglæpur sem þessi endurtaki sig. Hinn tvítugi Nathaniel Veltman íbúi í bænum London í Ontario ríki í Kanada er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á palbíl á fimm fjölskyldumeðlimi í miðbænum á sunnudag. Þau sem létust voru Salman Afzal, Madiha eiginkona hans, Yumna 15 dóttir þeirra og sjötíu og fjögurra ára amma hennar sem ekki hefur verið nafngreind. Ungur drengur sem nefndur hefur verið Fayez slasaðist lífshættulega og er á sjúkrahúsi. Justin Trudeau forsætisráðherra segir Kanadamenn aldrei mega venjast hatursglæpum.Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency via Getty Images Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ávarpaði neðri deild kanadíska þingsins í dag vegna málsins. „Þau voru myrt með grimmlegum, huglausum og svívirðilegum hætti. Þessi morð voru ekki tilviljun heldur hryðjuverkaárás framin á grunni haturs og heiftar í hjarta eins af samfélögum okkar,“ sagði Trudeau. Fjöldi fólks sótti minningarathöfn í bænum London í gær um þau sem féllu í morðárásinni í bænum á sunnudag.Brett Gundlock/Anadolu Agency via Getty Images Hin myrtu voru muslimatrúar og sagði Trudeau kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum sem þessum. Ekki væri nóg að segja að nú væri nóg komið, heldur þyrfti að grípa til aðgerða. Morðinginn í London væri ekki fulltrúi kanadísku þjóðarinnar sem vissi að styrk væri að finna í friði en ekki hatri. „En við vitum líka að við verðum að horfast í augu við sannleikann. Hatur og ofbeldi fyrirfinnst í landi okkar hvort sem það er á götum úti, á Netinu eða annars staðar. Á meðan það þrífst höfum við verk að vinna,“ sagði Justin Trudeau. Kanada Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Sjá meira
Hinn tvítugi Nathaniel Veltman íbúi í bænum London í Ontario ríki í Kanada er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á palbíl á fimm fjölskyldumeðlimi í miðbænum á sunnudag. Þau sem létust voru Salman Afzal, Madiha eiginkona hans, Yumna 15 dóttir þeirra og sjötíu og fjögurra ára amma hennar sem ekki hefur verið nafngreind. Ungur drengur sem nefndur hefur verið Fayez slasaðist lífshættulega og er á sjúkrahúsi. Justin Trudeau forsætisráðherra segir Kanadamenn aldrei mega venjast hatursglæpum.Abdulhamid Hosbas/Anadolu Agency via Getty Images Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ávarpaði neðri deild kanadíska þingsins í dag vegna málsins. „Þau voru myrt með grimmlegum, huglausum og svívirðilegum hætti. Þessi morð voru ekki tilviljun heldur hryðjuverkaárás framin á grunni haturs og heiftar í hjarta eins af samfélögum okkar,“ sagði Trudeau. Fjöldi fólks sótti minningarathöfn í bænum London í gær um þau sem féllu í morðárásinni í bænum á sunnudag.Brett Gundlock/Anadolu Agency via Getty Images Hin myrtu voru muslimatrúar og sagði Trudeau kanadísku þjóðina aldrei mega venjast hatursglæpum sem þessum. Ekki væri nóg að segja að nú væri nóg komið, heldur þyrfti að grípa til aðgerða. Morðinginn í London væri ekki fulltrúi kanadísku þjóðarinnar sem vissi að styrk væri að finna í friði en ekki hatri. „En við vitum líka að við verðum að horfast í augu við sannleikann. Hatur og ofbeldi fyrirfinnst í landi okkar hvort sem það er á götum úti, á Netinu eða annars staðar. Á meðan það þrífst höfum við verk að vinna,“ sagði Justin Trudeau.
Kanada Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Sjá meira