Kvartað vegna þátttöku Áslaugar og Víðis í „Ég trúi“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. júní 2021 21:43 Áslaug Arna og Víðir Reynisson lýstu því yfir að þau tryðu þolendum ofbeldis. vísir/vilhelm Kvartað var til umboðsmanns Alþingis yfir þátttöku Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns almannavarna, í myndbandinu „Ég trúi“, sem hlaðvarpið Eigin konur gaf út til stuðnings þolendum ofbeldis. Umboðsmaður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar. Starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds er alla jafna ekki tekin til almennrar athugunar á grundvelli kvörtunar heldur verður umboðsmaður Alþingis sjálfur að ákveða að fara í frumkvæðisathugun á þeim. Hann mun því ekki taka afstöðu til eða fjalla um þátttöku ráðherrans og yfirlögregluþjónsins í myndbandinu vegna kvörtunarinnar. Kvörtuninni haldið til haga Í svari við kvörtuninni sem umboðsmaður birti á heimasíðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum ábendingum sem berast embættinu, og það metið hvort tilefni sé til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. „Verði málefnið tekið til athugunar er almennt ekki upplýst um það sérstaklega heldur er tilkynnt um athugunina á vefsíðu umboðsmanns,“ segir í svarinu. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndbandið fjarlægt Myndbandið sem um ræðir var framleitt af hlaðvarpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra einstaklinga fram og lýsti yfir stuðningi við þolendur ofbeldis með orðunum „ég trúi“. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, en í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort eðlilegt væri að æðsti yfirmaður dómstóla og yfirmaður innan lögreglunnar tækju þátt í slíku myndbandi. Í samtali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa tekið þátt í myndbandinu. „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún. Myndbandið var fjarlægt af YouTube skömmu eftir birtingu eftir að tveir einstaklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, og Pálmar Ragnarsson. Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Dómstólar Tengdar fréttir #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Umboðsmaður segir að kvörtun til hans verði að varða tiltekna athöfn, athafnaleysi eða ákvörðun stjórnvalds, sem felur í sér beitingu stjórnsýsluvalds og beinist að eða hefur áhrif á hagsmuni þess sem kvartar. Starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds er alla jafna ekki tekin til almennrar athugunar á grundvelli kvörtunar heldur verður umboðsmaður Alþingis sjálfur að ákveða að fara í frumkvæðisathugun á þeim. Hann mun því ekki taka afstöðu til eða fjalla um þátttöku ráðherrans og yfirlögregluþjónsins í myndbandinu vegna kvörtunarinnar. Kvörtuninni haldið til haga Í svari við kvörtuninni sem umboðsmaður birti á heimasíðu sinni segir hann þó að henni verði verði haldið til haga, eins og öllum ábendingum sem berast embættinu, og það metið hvort tilefni sé til að taka atriði hennar til frumkvæðisathugunar. „Verði málefnið tekið til athugunar er almennt ekki upplýst um það sérstaklega heldur er tilkynnt um athugunina á vefsíðu umboðsmanns,“ segir í svarinu. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndbandið fjarlægt Myndbandið sem um ræðir var framleitt af hlaðvarpinu Eigin konur, sem þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir halda úti. Í því kom fram fjöldi frægra einstaklinga fram og lýsti yfir stuðningi við þolendur ofbeldis með orðunum „ég trúi“. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, en í kjölfarið vöknuðu spurningar um hvort eðlilegt væri að æðsti yfirmaður dómstóla og yfirmaður innan lögreglunnar tækju þátt í slíku myndbandi. Í samtali við Vísi um miðjan síðasta mánuð sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa tekið þátt í myndbandinu. „Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði hún. Myndbandið var fjarlægt af YouTube skömmu eftir birtingu eftir að tveir einstaklingar sem komu fram í því lýstu því yfir að þeir hefðu farið yfir mörk kvenna. Það voru þeir Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, og Pálmar Ragnarsson.
Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar MeToo Dómstólar Tengdar fréttir #Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54 Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21 Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
#Égtrúi: „Nú þurfum við bræður, synir og feður að tala saman“ Hlaðvarpið Eigin konur gaf út nýtt myndband í dag til stuðnings þolenda ofbeldis. Handritið gerðu þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ásamt leikstjóra myndbandsins, Davíð Goða Þorvarðarsyni. 12. maí 2021 09:54
Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. 13. maí 2021 21:21
Tveir úr myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk Magnús Sigurbjörnsson og Pálmar Ragnarsson segjast ýmist hafa eða mjög líklega hafa farið yfir mörk kvenna í lífi sínu. Magnús og Pálmar voru á meðal þeirra sem stigu fram í myndbandinu „Ég trúi“ sem birt var í gær til stuðnings þolendum ofbeldis. 13. maí 2021 23:47